Draumur Pippu um Íslandsför rætist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:46 Pippa og fjölskylda koma til Íslands á morgun. Mynd/Facebook-síða Pippu Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014 Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014
Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Lífið Fleiri fréttir „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Sjá meira
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00