Innlent

Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum

Bjarki Ármannsson skrifar
Landhelgisgæslan hyggst skila byssunum sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum.
Landhelgisgæslan hyggst skila byssunum sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Vísir/Getty
Landhelgisgæslan hyggst skila byssunum sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni.

Gæslan segist alla tíð hafa litið á byssurnar sem gjöf frá Norðmönnum en upplýsingafulltrúi norska hersins hefur hinsvegar sagt að undirritaður hafi verið kaupsamningur upp á 11,2 milljónir króna vegna þeirra. Í tilkynningu gæslunnar frá því í kvöld segir að Landhelgisgæslan hafi hingað til ekki þurft að greiða fyrir þau vopn sem hún hefur fengið frá Norðmönnum og öðrum nágrannaþjóðum á undanförnum áratugum. Gert hafi verið ráð fyrir að það sama ætti við í þessu tilfelli.

„Mikilvægt er að endurnýja reglulega bæði vopn og tækjakost Landhelgisgæslunnar. Vegna fjárskorts líður oft langur tími á milli þess sem það er gert,“ segir í tilkynningunni. „Kaup á nýrri vopnum í stað þeirra sem Landhelgisgæslan hefur haft til umráða telst ekki til þeirra forgangsverkefna sem stofnunin leggur mesta áherslu á.

Önnur verkefni, svo sem endurnýjun björgunarþyrlna og bættur rekstrargrundvöllur skipa, eru mun brýnni. Því kom ekki til greina að verja hluta af takmörkuðu fé Landhelgisgæslunnar til að kaupa vopnin af Norðmönnum.“


Tengdar fréttir

Það sem við vitum um byssurnar frá norska hernum

Landhelgisgæslan hafði milligöngu um afhendingu á 150 MP5 hríðskotarifflum frá norska hernum til ríkislögreglustjóra. Formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna harðlega að svo mikið magn vopna hafi verið afhent lögreglunni án sérstaks samþykkis ráðherra eða umræðu í þinginu.

Lögreglan ætlar ekki að borga fyrir vopnin

Samkvæmt kaupsamningi Landhelgisgæslunnar og norska hersins átti að greiða jafnvirði 11,5 milljóna króna fyrir 250 hríðskotabyssur. Ríkislögreglustjóri á von á að fá 150 byssur án endurgjalds. Gæslan segist ekki hafa greitt fyrir byssurnar.

Ráðherrar sverja af sér vélbyssur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki haft nein afskipti af komu 250 MP5-hríðskotabyssa hingað til lands. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lögreglan hafi heimild til að endurnýja búnað sinn án þess að ráðherra skipti

Tollskylt hafi vopn verið keypt

Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×