Mótmæla fyrirhuguðum skipulagsbreytingum í Snælandshverfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 17:22 Snæland Video var til húsa í Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september sl. Vísir/Vilhelm Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Íbúar í Snælandshverfi í Kópavogi settu í gærkvöldi af stað undirskriftalista þar sem skorað er á bæjarstjórn Kópavogs að veita verktakanum Magna ehf. ekki leyfi til að breyta þjónustu-og verslunarhúsnæði hverfisins að Furugrund 3 í íbúðahúsnæði. Á innan við sólarhring hafa hátt í 150 manns skrifað undir listann. Verktakinn hyggst breyta húsnæðinu þannig að þar verði 2-3 herbergja íbúðir. Söluturninn Snæland Video var áður til húsa að Furugrund 3 en sjoppunni var lokað í september síðastliðnum. Haldinn var íbúafundur í hverfinu á miðvikudaginn í síðustu viku vegna málsins. Fundurinn var haldinn að frumkvæði íbúa í hverfinu og mættu fulltrúar bæjarins á fundinn, þar á meðal Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri. Fullt var út úr dyrum á fundinum. Í kjölfar fundarins sendi einn íbúi hverfisins bæjarstjórn Kópavogs bréf þar sem fram kemur fram að fundurinn hafi einkennst af reiði og andstöðu við þær breytingar sem Magni ehf. hyggst gera á húsnæðinu á Furugrund 3. Þá segir á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar að íbúar í hverfinu séu afar ósáttir við „hvernig tillögur að breytingum hafa verið kynntar okkur, og að þröngva eigi breytingum á aðalskipulagi í gegn, þvert á vilja okkar.“ Íbúarnir segjast sjálfir hafa ýmsar hugmyndir um hvernig nýta megi húsnæðið betur en undir litlar 2-3 herbergja íbúðir sem að mati íbúanna vantar ekki í hverfið: „Snælandshverfið er þegar þéttbyggt með tilheyrandi umferðar- og bílastæðavanda. Hverfið einkennist af því að hér eru annars vegar mjög margar litlar íbúðir og hins vegar stærri einbýlishús. Litlar 2ja-3ja herbergja íbúðir eins og stendur til að byggja eru alls ekki það sem vantar í hverfið.“ Íbúarnir telja að nýta megi húsnæðið betur, til dæmis með því að bregðast við húsnæðisvanda leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Þá hafi einnig komið fram hugmyndir um að hafa þjónustu við aldraða og/eða fatlaða í húsinu, bókasafn eða eitthvað slíkt.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira