Tillögur frá lesendum: Að dampa, blika eða eima? Bjarki Ármannsson skrifar 25. nóvember 2014 23:11 Er þessi maður að mista eða raffa? Vísir/AP Vísir auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að skemmtilegum þýðingum og útfærslum á enska sagnorðinu “vape”, sem höfundar Oxford-orðabókarinnar völdu í ár sem orð ársins í enskri tungu. Nýyrðið merkir „að reykja rafsígarettu“ og sá sem gerir það kallast “vaper.” Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tínum við hér saman nokkrar af bestu tillögunum. Ari Brynjólfsson sendi tvær uppástungur í tölvupósti, sagnorðin að blika (dregið af nafnorðinu blika, sem merkir skýjabakki eða óveðursský) og að mista (dregið af nafnorðinu mistur, í merkingunni þoka). Notað í setningu myndi hið síðara hljóma svo: „Skemmtu þér úti að reykja, ég ætla að mista á meðan.“ Sögnin að dampa er í uppáhaldi hjá þeim Majd Abu Libdeh og Þresti M. Sveinssyni, sem tjá sig á Facebook. „Klárlega málið,“ segir sá fyrrnefndi.Hvort heldur þessi maður á gufustaur eða kúverpli.Vísir/APÞó nokkrir sækja sér innblástur í vatnsgufuna sem fylgir rafreykingum. Að gufa er í uppáhaldi hjá mörgum og sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Kolbeinn Ari Hauksson til að nota sögnina að eima. Gufutotta, segir Freyr Helgason. Þá segir Ingibjörn Valsson okkur í tölvupósti að nafnorðið gufustaur sé að sjálfsögðu gott heiti á rafsígarettu og að hægt væri að stytta það í gufa, sbr: „Komdu í gufu.“ Þeir Ingibjörn og Freyr Helgason leggja báðir til nafnorðið gufugleypir í stað “vaper.” Fjölmargir stungu upp á sögnunum að rafa, að raffa og að rafreykja, sem vissulega eru nokkuð gegnsæ nýyrði. Nafnorðin rafreykingarmaður, rafari og rafri eru svo lögð til sem heiti á þeim sem iðkar slíka iðju. „Einfalt, létt og skemmtilegt, það er bara þannig,“ skrifar Birgir Bragi Magnússon um sína tillögu: Að vappa, væntanlega dregið beint af enska heiti fyrirbærisins.Um veika sögn er að ræða og tekur Birgir Bragi dæmi um orðmyndirnar „í gær vappaði ég,“ „þessi gaur er vappari,“ og „vöppum saman.“ Sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Aron Sölvi Gíslason til yfirfærsluna að veipa. Ingþór Ingólfsson slær svo í gegn á Facebook með nafnorðinu kúverpill, sem hljómar vissulega skemmtilega en Vísir áttar sig engan veginn á sifjum þess orðs.Lumar þú á betri tillögu? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir “Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Vísir auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að skemmtilegum þýðingum og útfærslum á enska sagnorðinu “vape”, sem höfundar Oxford-orðabókarinnar völdu í ár sem orð ársins í enskri tungu. Nýyrðið merkir „að reykja rafsígarettu“ og sá sem gerir það kallast “vaper.” Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tínum við hér saman nokkrar af bestu tillögunum. Ari Brynjólfsson sendi tvær uppástungur í tölvupósti, sagnorðin að blika (dregið af nafnorðinu blika, sem merkir skýjabakki eða óveðursský) og að mista (dregið af nafnorðinu mistur, í merkingunni þoka). Notað í setningu myndi hið síðara hljóma svo: „Skemmtu þér úti að reykja, ég ætla að mista á meðan.“ Sögnin að dampa er í uppáhaldi hjá þeim Majd Abu Libdeh og Þresti M. Sveinssyni, sem tjá sig á Facebook. „Klárlega málið,“ segir sá fyrrnefndi.Hvort heldur þessi maður á gufustaur eða kúverpli.Vísir/APÞó nokkrir sækja sér innblástur í vatnsgufuna sem fylgir rafreykingum. Að gufa er í uppáhaldi hjá mörgum og sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Kolbeinn Ari Hauksson til að nota sögnina að eima. Gufutotta, segir Freyr Helgason. Þá segir Ingibjörn Valsson okkur í tölvupósti að nafnorðið gufustaur sé að sjálfsögðu gott heiti á rafsígarettu og að hægt væri að stytta það í gufa, sbr: „Komdu í gufu.“ Þeir Ingibjörn og Freyr Helgason leggja báðir til nafnorðið gufugleypir í stað “vaper.” Fjölmargir stungu upp á sögnunum að rafa, að raffa og að rafreykja, sem vissulega eru nokkuð gegnsæ nýyrði. Nafnorðin rafreykingarmaður, rafari og rafri eru svo lögð til sem heiti á þeim sem iðkar slíka iðju. „Einfalt, létt og skemmtilegt, það er bara þannig,“ skrifar Birgir Bragi Magnússon um sína tillögu: Að vappa, væntanlega dregið beint af enska heiti fyrirbærisins.Um veika sögn er að ræða og tekur Birgir Bragi dæmi um orðmyndirnar „í gær vappaði ég,“ „þessi gaur er vappari,“ og „vöppum saman.“ Sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Aron Sölvi Gíslason til yfirfærsluna að veipa. Ingþór Ingólfsson slær svo í gegn á Facebook með nafnorðinu kúverpill, sem hljómar vissulega skemmtilega en Vísir áttar sig engan veginn á sifjum þess orðs.Lumar þú á betri tillögu? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir “Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
“Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23