Tillögur frá lesendum: Að dampa, blika eða eima? Bjarki Ármannsson skrifar 25. nóvember 2014 23:11 Er þessi maður að mista eða raffa? Vísir/AP Vísir auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að skemmtilegum þýðingum og útfærslum á enska sagnorðinu “vape”, sem höfundar Oxford-orðabókarinnar völdu í ár sem orð ársins í enskri tungu. Nýyrðið merkir „að reykja rafsígarettu“ og sá sem gerir það kallast “vaper.” Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tínum við hér saman nokkrar af bestu tillögunum. Ari Brynjólfsson sendi tvær uppástungur í tölvupósti, sagnorðin að blika (dregið af nafnorðinu blika, sem merkir skýjabakki eða óveðursský) og að mista (dregið af nafnorðinu mistur, í merkingunni þoka). Notað í setningu myndi hið síðara hljóma svo: „Skemmtu þér úti að reykja, ég ætla að mista á meðan.“ Sögnin að dampa er í uppáhaldi hjá þeim Majd Abu Libdeh og Þresti M. Sveinssyni, sem tjá sig á Facebook. „Klárlega málið,“ segir sá fyrrnefndi.Hvort heldur þessi maður á gufustaur eða kúverpli.Vísir/APÞó nokkrir sækja sér innblástur í vatnsgufuna sem fylgir rafreykingum. Að gufa er í uppáhaldi hjá mörgum og sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Kolbeinn Ari Hauksson til að nota sögnina að eima. Gufutotta, segir Freyr Helgason. Þá segir Ingibjörn Valsson okkur í tölvupósti að nafnorðið gufustaur sé að sjálfsögðu gott heiti á rafsígarettu og að hægt væri að stytta það í gufa, sbr: „Komdu í gufu.“ Þeir Ingibjörn og Freyr Helgason leggja báðir til nafnorðið gufugleypir í stað “vaper.” Fjölmargir stungu upp á sögnunum að rafa, að raffa og að rafreykja, sem vissulega eru nokkuð gegnsæ nýyrði. Nafnorðin rafreykingarmaður, rafari og rafri eru svo lögð til sem heiti á þeim sem iðkar slíka iðju. „Einfalt, létt og skemmtilegt, það er bara þannig,“ skrifar Birgir Bragi Magnússon um sína tillögu: Að vappa, væntanlega dregið beint af enska heiti fyrirbærisins.Um veika sögn er að ræða og tekur Birgir Bragi dæmi um orðmyndirnar „í gær vappaði ég,“ „þessi gaur er vappari,“ og „vöppum saman.“ Sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Aron Sölvi Gíslason til yfirfærsluna að veipa. Ingþór Ingólfsson slær svo í gegn á Facebook með nafnorðinu kúverpill, sem hljómar vissulega skemmtilega en Vísir áttar sig engan veginn á sifjum þess orðs.Lumar þú á betri tillögu? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir “Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vísir auglýsti fyrir stuttu eftir tillögum að skemmtilegum þýðingum og útfærslum á enska sagnorðinu “vape”, sem höfundar Oxford-orðabókarinnar völdu í ár sem orð ársins í enskri tungu. Nýyrðið merkir „að reykja rafsígarettu“ og sá sem gerir það kallast “vaper.” Viðbrögðin létu ekki á sér standa og tínum við hér saman nokkrar af bestu tillögunum. Ari Brynjólfsson sendi tvær uppástungur í tölvupósti, sagnorðin að blika (dregið af nafnorðinu blika, sem merkir skýjabakki eða óveðursský) og að mista (dregið af nafnorðinu mistur, í merkingunni þoka). Notað í setningu myndi hið síðara hljóma svo: „Skemmtu þér úti að reykja, ég ætla að mista á meðan.“ Sögnin að dampa er í uppáhaldi hjá þeim Majd Abu Libdeh og Þresti M. Sveinssyni, sem tjá sig á Facebook. „Klárlega málið,“ segir sá fyrrnefndi.Hvort heldur þessi maður á gufustaur eða kúverpli.Vísir/APÞó nokkrir sækja sér innblástur í vatnsgufuna sem fylgir rafreykingum. Að gufa er í uppáhaldi hjá mörgum og sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Kolbeinn Ari Hauksson til að nota sögnina að eima. Gufutotta, segir Freyr Helgason. Þá segir Ingibjörn Valsson okkur í tölvupósti að nafnorðið gufustaur sé að sjálfsögðu gott heiti á rafsígarettu og að hægt væri að stytta það í gufa, sbr: „Komdu í gufu.“ Þeir Ingibjörn og Freyr Helgason leggja báðir til nafnorðið gufugleypir í stað “vaper.” Fjölmargir stungu upp á sögnunum að rafa, að raffa og að rafreykja, sem vissulega eru nokkuð gegnsæ nýyrði. Nafnorðin rafreykingarmaður, rafari og rafri eru svo lögð til sem heiti á þeim sem iðkar slíka iðju. „Einfalt, létt og skemmtilegt, það er bara þannig,“ skrifar Birgir Bragi Magnússon um sína tillögu: Að vappa, væntanlega dregið beint af enska heiti fyrirbærisins.Um veika sögn er að ræða og tekur Birgir Bragi dæmi um orðmyndirnar „í gær vappaði ég,“ „þessi gaur er vappari,“ og „vöppum saman.“ Sömuleiðis leggja Halldór Hafsteinn og Aron Sölvi Gíslason til yfirfærsluna að veipa. Ingþór Ingólfsson slær svo í gegn á Facebook með nafnorðinu kúverpill, sem hljómar vissulega skemmtilega en Vísir áttar sig engan veginn á sifjum þess orðs.Lumar þú á betri tillögu? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir “Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
“Vape” er orð ársins 2014 Á hverju ári velja höfundar Oxford-orðabókarinnar orð ársins í enskri tungu. Í fyrra var það nafnorðið “selfie” sem varð fyrir valinu og í ár er það sagnorðið “vape”. 25. nóvember 2014 18:23