Ragga Nagli birtir mynd af slitum á rassi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 10:14 Hér má sjá afturenda Naglans. Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli. Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Cillian mærir Kiljan Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli.
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Cillian mærir Kiljan Lífið „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira