Ragga Nagli birtir mynd af slitum á rassi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. desember 2014 10:14 Hér má sjá afturenda Naglans. Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli. Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Sálfræðingurinn og þjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, sem gengur helst undir nafninu Ragga Nagli, birti í gærkvöldi mynd af afturenda sínum á Facebook. Tilgangurinn er að fá fólk til þess að elska sjálft sig eins og það er:„Elskaðu þig eins og þú ert. Þú ert alveg nóg,“ skrifar hún á Facebook síðu sína. Ragga telur líklegt að einhverjum sem sitja heima fallist hendur þegar þeir sjá myndir af stæltu fólki á samfélagsmiðlum. Hún, sem er sjálf í góðu formi, vill með pistlinum varpa ljósi á hvernig hlutirnir eru í raun og veru:„Það gubbast fílteraðar og sjoppaðar sjálfsmellur af samfélagsmiðlunum, brúnkaðir skrokkar í útpældum stellingum í hárréttri lýsingu. Í svekkelsi klípum við í okkar mjúka kvið og fárumst yfir gatslitnum, næpuhvítum lærum og rassi.Þetta fólk á skjánum hlýtur að vera af æðri kynstofni og frá toppi til táar er húðin spegilslétt eins og silkisloppur úr Verðlistanum.Naglinn er ekki fullkomin, langt í frá. Eins og vegahandbók með slitför upp og niður læri, rass og langt upp á mjaðmir. Naglinn er líka með gatslitin tepokabrjóst, stórt nef og veðurbarðar kinnar.“ Ragga vill minna fólk á hvað hún telur vera mikilvægast í lífinu; að vera til staðar fyrir sína nánustu:Hér má sjá Röggu Nagla.„Að vera góð eiginkona, systir, dóttir, vinkona, frænka er það sem skilgreinir Naglann. Að vera góður sálfræðingur, þjálfari, fyrirmynd og talskona heilsunnar. Að vera hraust og heilbrigð og reyna sitt besta hvern einasta dag og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að borða hollt en gúlla sukk með reglulegu millibili. Að rífa í stál og hrista skankana. Það er það sem gerir Naglann að þeirri manneskju sem hún vill vera. Ekki líkaminn. Ekki útlitið. Ekki húðslit eða fitupokar á læri.“ Hún segir slit ekki vera af hinu góða, heldur vera mikilvæg til að minna okkur á hið liðna:„Hvert slit er minnisvarði. Hvort sem það er að hafa komið manneskju í heiminn, bráðþroski unglingsára, eða dagar víns og rósa. Það er lífsreynsla sem er vörðuð á skrokkinn á þér.“ Myndin, í bland við pistil Röggu, hefur vakið mikla athygli. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa smellt á „like-takkann“, tæplega 150 manns deilt og við myndina eru á annað hundrað athugasemdir, allar jákvæðar þar sem henni er þakkað fyrir að opna sig á þennan hátt. Ragga segir það þó ekki hafa verið auðvelda ákvörðun, að birta mynd af slitnum afturendanum:„Það tók marga, marga daga af innri rökræðum að ákveða að pósta þessari mynd en lét loks vaða, því það er Naglanum mikil ástríða að sýna að við erum öll mannleg. Líka ræktarrottur sem pósta aðallega sperrtum byssum og horuðum snæðingum.“Hér að neðan má sjá pistilinn í heild sinni. Post by Ragga Nagli.
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira