Innlent

„Hann er breyttur maður“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mæðgur frá Akureyri flugu í dag til Bandaríkjanna til að heimsækja íslenskan fanga sem setið hefur inni í Greensville-fangelsinu í Virginiu í sextán ár. Þar munu þau hittast þau í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif.

Geir Þórisson var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir grófa líkamsárás árið 1998, en fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið jafn lengi í fangelsi.

Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir hafa hvorki hitt Geir í persónu né talað við hann í síma, en eftir að hafa séð viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006 hafa þær skrifast á við hann. Sóley var aðeins átta ára þegar hún skrifaði honum fyrsta bréfið.

Í fangelsinu hefur hann verið mjög einangraður frá umheiminum, tölvur eru ekki leyfðar og hann má aðeins hringja í tvö símanúmer. Geir líkur afplánun í september á næsta ári og verður honum strax vísað frá Bandaríkjunum. Hann hyggst hefja nýtt líf á Íslandi.

Hér má sjá lengri útgáfu af viðtalinu við mæðgurnar.


Tengdar fréttir

Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif

"Við hugsuðum, hann er að brotna. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×