Hittast í fyrsta sinn eftir áralöng bréfaskrif Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 08:00 Kristín S. Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir MYND/AÐSEND Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Mæðgurnar Kristín S. Bjarnadóttir í Sigluvík á Svalbarðsströnd og Sóley María Hauksdóttir halda utan næstkomandi þriðjudag til þess að heimsækja Geir Þórisson, fanga, sem dvelur í Greensville-fangelsinu í Virginiu í Bandaríkjunum. Geir var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir alvarlega líkamsárás gegn öðrum manni. Hann hefur nú afplánað sextán ár en losnar úr fangelsinu eftir nítján mánuði. Dómur Geirs er sagður duttlungum háður, ríkið skaffaði honum verjanda sem reyndist honum ekki hliðhollur. „Við þekktum hann ekki neitt, en sáum viðtal sem Sigmar Guðmundsson tók við hann í Kastljósi árið 2006. Það var mjög átakanlegt viðtal. Við sáum þar að hann bjó ekki við nein mannréttindi og átti eftir að sitja inni í mörg ár enn,“ segir Kristín S. Bjarnadóttir. Kristín og fjölskylda hennar ræddu saman eftir að hafa horft á viðtalið og ákváðu að skrifa honum bréf. „Við hugsuðum, hann er algjörlega brotinn. Það verður einhver að hjálpa manninum. Við fengum heimilisfangið hans og fórum að skrifa honum. Við höfum verið pennavinir síðan, eða í sjö ár.“Bréf frá GeirEinangrunin algjör Kristín segir einangrunina algjöra, bæði frá mannlegum samskiptum og umheiminum. Hann má einungis hringja í tvö símanúmer og má ekki taka við símtölum. Hann má taka við bréfum en bréfin mega ekki vera lengri en tvær prentsíður. „Hann hélt ekki holdum og var svo innilega lífhræddur. Hann hafði orðið fyrir líkamsárás og fékk læknismeðferð seint og illa.“ Geir hafði möguleika á að stunda nám en námið reyndist of kostnaðarsamt. Kristín, ásamt öðrum, stóðu fyrir söfnun sem varð til þess að hann gat farið í nám. Í kjölfarið var hann fluttur á mannúðlegri deild, en á fyrri deild var sífellt gengið í skrokk á mönnum og var ástandið þar slæmt. Kristín segir veruna á deildinni hafa brotið hann niður, andlega og líkamlega. „Það var ekkert eftir af honum þegar við sáum þetta viðtal.“ Fullyrt er að enginn Íslendingur hafi setið eins lengi í fangelsi og Geir. Þegar refsivist hans lýkur verður hann sendur til Íslands því hann var sviptur landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Breyttur maður Geir hefur nú lokið tveggja ára grunnnámi í viðskiptafræði í háskóla og segir Kristín hann gjörbreyttan mann. „Hann var svo niðurbrotinn þegar þetta viðtal var tekið, en núna í dag er hann aldeilis blómstrandi og er farinn að sjá fyrir endann á fangelsisdvölinni. Honum gekk vel í þessu tveggja ára námi sem hann lauk árið 2012 og er fullur tilhlökkunar að loksins fá að koma til Íslands aftur.“ Eins og áður sagði, halda mæðgurnar út næstkomandi þriðjudag og munu þá hitta Geir og fjölskyldu hans í fyrsta skipti. Þær þurfa að fara í gegnum veigamikla öryggisleit til þess að komast inn í fangelsið en allar reglur í þessu rammgerða fangelsi eru mjög strangar. „Eftirvæntingin er mikil. Hún er þó kvíðablandin. Við þurfum að fara í gegnum þrjár öryggisleitir og okkur sagt að það sé erfið reynsla. Við hins vegar leggjum það að sjálfsögðu á okkur fyrir hann. Það er lítið í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.“ segir Kristín að lokum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira