Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2014 15:43 Mynd/Pjetur Sigurðsson Talið er að tvöfalda þurfi Hvalfjarðargöng vegna sífelldrar aukningar á umferð ef göngin eiga að geta staðist tilsett öryggisskilyrði. Samningur Spalar við ríkið, varðandi innheimtu á veggjaldi um Hvalfjarðargöng, lýkur um áramótin 2018 og segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að stærsta spurningin sé sú hvort sátt náist á áframhaldandi gjaldtöku en ef svo fari verði gjaldtaka með sambærilegum hætti „Málið er þannig lagað í biðstöðu en við höfum verið að vekja til máls á þessu með reglulegu millibili. Það er nauðsynlegt að hafa stefnu í þessu máli og byrja þarf að undirbúa málið sem fyrst en málið er nú á herðum stjórnvalda. Ég tel þetta þó ekki vera efst á þeirra forgangslista.“ Búið er að setja upp grófa kostnaðaráætlun og er gert ráð fyrir að verkefnið muni kosta um 9 milljarða en Gísli segir að ýmis óvissa sé varðandi fjármögnun verkefnisins og á hvaða kjörum það gæti verið. Undirbúningur fyrir verkefni sem þetta mun taka um eitt og hálft ár og uppbygging mun taka um tvö ár. Það er um sama leiti og núverandi samningur fellur úr gildi. Gísli segir öryggismál vera meginatriði og byggist það á því að göngin hafi nú verið uppfærð miðað við reglur sem gilda um gjaldgöng og með aukinni umferð sé ekki líklegt að til séu mörg úrræði á meðan um einungis ein göng sé að ræða. „Áhættustuðlar hækka með aukinni umferð og upp að vissu marki geta göngin þjónað sínu hlutverki en þegar komið er upp fyrir ákveðin umferðarmörk þá verður ekkert undan því komist að horfa á ný göng.“ Umferð minnkaði verulega árið 2007 en er byrjuð að aukast jafnt og þétt á milli ára. Árið 2012 varð 2,5% aukning á umferð og fóru 1.886 þúsund bílar um göngin. Hann telur að samdráttarárin frá 2008 séu nú að baki telur hann miklar líkur á því að umferð muni halda áfram að aukast. Hann segir að ef uppbygging hefst þá þurfi samhliða því að bæta veginn um Kjalarnes. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Talið er að tvöfalda þurfi Hvalfjarðargöng vegna sífelldrar aukningar á umferð ef göngin eiga að geta staðist tilsett öryggisskilyrði. Samningur Spalar við ríkið, varðandi innheimtu á veggjaldi um Hvalfjarðargöng, lýkur um áramótin 2018 og segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að stærsta spurningin sé sú hvort sátt náist á áframhaldandi gjaldtöku en ef svo fari verði gjaldtaka með sambærilegum hætti „Málið er þannig lagað í biðstöðu en við höfum verið að vekja til máls á þessu með reglulegu millibili. Það er nauðsynlegt að hafa stefnu í þessu máli og byrja þarf að undirbúa málið sem fyrst en málið er nú á herðum stjórnvalda. Ég tel þetta þó ekki vera efst á þeirra forgangslista.“ Búið er að setja upp grófa kostnaðaráætlun og er gert ráð fyrir að verkefnið muni kosta um 9 milljarða en Gísli segir að ýmis óvissa sé varðandi fjármögnun verkefnisins og á hvaða kjörum það gæti verið. Undirbúningur fyrir verkefni sem þetta mun taka um eitt og hálft ár og uppbygging mun taka um tvö ár. Það er um sama leiti og núverandi samningur fellur úr gildi. Gísli segir öryggismál vera meginatriði og byggist það á því að göngin hafi nú verið uppfærð miðað við reglur sem gilda um gjaldgöng og með aukinni umferð sé ekki líklegt að til séu mörg úrræði á meðan um einungis ein göng sé að ræða. „Áhættustuðlar hækka með aukinni umferð og upp að vissu marki geta göngin þjónað sínu hlutverki en þegar komið er upp fyrir ákveðin umferðarmörk þá verður ekkert undan því komist að horfa á ný göng.“ Umferð minnkaði verulega árið 2007 en er byrjuð að aukast jafnt og þétt á milli ára. Árið 2012 varð 2,5% aukning á umferð og fóru 1.886 þúsund bílar um göngin. Hann telur að samdráttarárin frá 2008 séu nú að baki telur hann miklar líkur á því að umferð muni halda áfram að aukast. Hann segir að ef uppbygging hefst þá þurfi samhliða því að bæta veginn um Kjalarnes.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði