Reri á trillu með pabba Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2014 11:00 vísir/ernir „Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“ Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
„Ég lít á hálfrar aldar afmælið jákvæðum augum, enda ekki mikið sem ég get gert í því,“ segir Steinn Ármann Magnússon, leikari og leiðsögumaður, sem ætlar að fagna áfanganum með kaffiboði á sunnudaginn. Hann er giftur og á tvo stráka, annan í Háskóla Íslands og hinn í Vélskólanum og hefur átt lögheimili í Hafnarfirði frá þriggja ára aldri. „En foreldrar mínir komu frá Borgarfirði eystra og ég var sendur þangað til skyldfólksins þegar ég var strákur,“ tekur hann fram. „Fimmtán ára reri ég þar á trillu með pabba en nú er langt síðan ég hef komið austur, verð að fara að bæta úr því.“ Steinn Ármann er menntaður leikari og varð landsþekktur skemmtikraftur á 10. áratugnum með Davíð Þór Jónssyni en kveðst ekki hafa fundið sína fjöl í þeim bransa síðan.„Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir Steinn Ármann. vísir/Ernir„Við vorum dálítið dónalegir. Það er eitt að vera á þrítugsaldri að segja klúra brandara en um fimmtugt er það ógeðslegt.“ Nú talar hann inn á teiknimyndir og bregður sér í hin ýmsu hlutverk. „Ég fæ voða oft vondu karlana!“ segir hann glettinn. Kveðst líka „gutla við“ að fylgja ferðamönnum, einkum í hjólatúrum eða gönguferðum um miðborg Reykjavíkur, enda með skírteini frá Leiðsöguskólanum. „Ég tek líka einn og einn gullinn hring og sæki ferðamenn í Leifsstöð – aðallega Norðmenn. Ef ég man ekki eitthvað á norskunni segi ég það á íslensku. Eins og þegar ég var að útskýra lyktina við Bláa lónið og sagði meðal annars að hún væri eins einhver hefði „prumpað í baði“ Norðmennirnir föttuðu það og hlógu.“ Steinn Ármann var nýlega með í að endurvekja hljómsveit sem hann spilaði með í 9. bekk. Hún kom fram á hátíð í Hafnarfirði í sumar og heldur áfram að æfa. „Það er nauðsynlegt að eiga áhugamál og hafa gaman af lífinu,“ segir hann. „Meðan heilsa til sálar og líkama er fyrir hendi þá hefur maður allt.“
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira