Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Brjánn Jónasson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. mars 2014 12:00 Gefin voru fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar. Fréttablaðið/GVA Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja. Fréttaskýringar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja.
Fréttaskýringar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira