Einn á vakt vegna manneklu í fangelsi Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. desember 2014 09:15 Fangelsið á Kvíabryggju er ekki öryggisfangelsi og því eru herbergi fanganna ekki rammgerð. vísir/pjetur Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikindaforföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Aðspurður staðfestir Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða á Kvíabryggju, þetta. Í fangelsinu eru alla jafna einn varðstjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumannsins, og einn fangavörður á næturvakt með 22 fanga. Umræddan dag var aftur á móti bara einn maður á vakt ásamt forstöðumanninum. „Það voru bara tveir á vakt og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fangavörður, á staðnum, bara forstöðumaðurinn,“ segir Garðar. Hann segir að það gangi almennt yfir stofnanir Fangelsismálastofnanir að vegna niðurskurðar eigi þær erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Það séu ekki margir sem vinni á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla menn inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi,“ segir hann. Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema þá kannski helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Það hafi þó viðgengist lengi. Margrét Frímannsdóttir er forstöðumaður bæði á Litla Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Litla Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla Hrauni taki vaktir á Sogni og svo öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét að lokum. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Fangelsin á Íslandi geta ekki mannað stöður í veikindaforföllum. Þetta varð meðal annars til þess að enginn fangavörður var á Kvíabryggju á tímabili á þriðjudag í síðustu viku. Aðspurður staðfestir Garðar Svansson, trúnaðarmaður fangavarða á Kvíabryggju, þetta. Í fangelsinu eru alla jafna einn varðstjóri og fangavörður á dagvakt, auk forstöðumannsins, og einn fangavörður á næturvakt með 22 fanga. Umræddan dag var aftur á móti bara einn maður á vakt ásamt forstöðumanninum. „Það voru bara tveir á vakt og sá sem var á vaktinni þurfti að fara með mann til læknis. Á meðan var enginn, hvorki varðstjóri né fangavörður, á staðnum, bara forstöðumaðurinn,“ segir Garðar. Hann segir að það gangi almennt yfir stofnanir Fangelsismálastofnanir að vegna niðurskurðar eigi þær erfitt með að kalla inn aukamannskap í forföllum. Þetta ógni öryggi fangavarða. „Virkilega, því fangelsi landsins eru klárlega undirmönnuð,“ segir hann. Birgir Guðmundsson, forstöðumaður fangelsisins, segir ekkert meiri manneklu í fangelsinu þessa dagana en venjulega. Það séu ekki margir sem vinni á Kvíabryggju þannig að það sé ekki alltaf hægt að kalla menn inn á aukavaktir. „En þá er það þannig að ég er bara á staðnum í staðinn,“ segir Birgir. Hann kannast við það að hafa verið einn í fangelsinu á þriðjudag í síðustu viku í fáeina klukkutíma. „Það er bara alvanalegt hér. Hér er ekki öryggisfangelsi,“ segir hann. Birgir telur fangelsið nægilega mannað, nema þá kannski helst á nóttunni. „Þar sem maður er hálfan sólarhringinn einn,“ segir Birgir. Það hafi þó viðgengist lengi. Margrét Frímannsdóttir er forstöðumaður bæði á Litla Hrauni og á fangelsinu að Sogni. Hún segir starfsmannamál þar í góðu horfi. „Við getum alltaf mannað allar vaktir hér. Aukavaktir eru alltaf mannaðar,“ segir Margrét í samtali við Fréttablaðið. Hún segir að Litla Hraun og Sogn sé í raun og veru einn og sami vinnustaðurinn, fangaverðir á Litla Hrauni taki vaktir á Sogni og svo öfugt. Starfsmannahópurinn sé því mjög stór í heildina. „Ég er með mjög fínt og gott starfsfólk,“ segir Margrét að lokum.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira