Aníta í góðum hópi í New York Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2014 15:58 Allir vinir eftir að komið var í mark í New York í gærkvöldi. Myndir/Stefán Þór Stefánsson Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir safnaði heldur betur í reynslubankann þegar hún keppti á Millrose-leikunum í New York í Bandaríkjunum í gær. Mótið er eitt sterkasta innanhússmót í frjálsum íþróttum sem fram fer vestan hafs ár hvert. Öflugir kappar frá Bandaríkjunum og víðar keppa á mótinu en mikill heiður þykir að fá boð um að keppa á því. Meðal þeirra sem mættir voru til New York var Ólympíu- og heimsmeistarinn í tugþraut, Ashton Eaton. Hann leitaði einmitt Anítu uppi og fór vel á með þeim og konu hans, Chelsea Eaton. 800 metra hlaupið var ein af aðalkeppnisgreinum mótsins. Þar áttu þær bandarísku Ajee Wilson, landi hennar Mary Cain og Aníta að leiða saman hesta sína. Svo fór reyndar að Cain ákvað að einbeita sér að míluhlaupinu þar sem hún sigraði.Aníta var í forystu um tíma í hlaupinu í gær en þrjár fóru fram úr henni áður en yfir lauk. Hún náði þó sínum næstbesta tíma, 2:02,66 mínútur, og var þjálfari hennar, Gunnar Páll Jóakimsson, ánægður með frammistöðuna.Aníta ásamt heimsmethafanum í tugþraut, Ashton Eaton.Mynd/Stefán Þór Stefánsson „Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið en sér þegar frá líður að hún var að gera vel,“ skrifaði Gunnar Páll á Fésbókarsíðu sína í gær.Wilson sigraði á 2:01,81 mínútum en það er einmitt Íslandsmet Anítu innanhúss. ÍR-ingurinn Stefán Þór Stefánsson var mættur á mótið í New York í gærkvöldi. Hann lét sig ekki muna um það að taka fjölmargar myndir af því sem fram fór. Myndirnar má sjá hér að ofan en Stefán Þór gaf Vísi góðfúslegt leyfi til þess að birta myndirnar. Stefán Þór býr í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann var afar öflugur frjálsíþróttamaður á sínum tíma, setti fjölmörg Íslandsmet og safnar afar fróðlegri tölfræði í kringum íslenskt frjálsíþróttalíf. Afraksturinn birtir hann reglulega á Fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Aníta á eftir að keppa aftur í Bandaríkjunum í sumar. Heimsmeistaramót 19 ára og yngri fer fram í Eugene í Oregon í júlí. Þar verður Aníta í baráttu um verðlaun ef fram heldur sem horfir.Aníta í forystunni í 800 metra hlaupinu í gærkvöldi.Mynd/Stefán Þór Stefánsson
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47 Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Í beinni: Athletic Bilbao - Barcelona | Meistararnir stimpla sig út Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Sjá meira
Aníta missti þrjár stúlkur fram úr sér á lokasprettinum Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York í kvöld. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá hennar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínútur síðan 19. janúar á þessu ári. 15. febrúar 2014 21:47
Hlaupið hjá Anítu í New York | Myndband Aníta Hinriksdóttir hafnaði í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á Millrose-leikunum í New York í gær. Hún mætti þá afar sterkum andstæðingum. 16. febrúar 2014 11:21