Hvalfjarðargöngin opin á ný Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2014 09:56 Frá framkvæmdunum um helgina. Vísir/Valli Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngunum gekk samkvæmt áætlun um helgina og var opnað fyrir umferð um göngin á nýjan leik klukkan sex í morgun. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir á heimasíðu eignarhaldsfélagsins að verkið hafi sóst vel. Strax og göngunum hafði verið lokað a föstudagskvöld hófu verktakar vinnu við að fræsa upp slitlag í syðri hluta ganganna, sem var svo malbikaður í kjölfarið. Að því loknu var slitlagið fræst upp að norðanverðu og malbikunarframkvæmdir settar af stað. Önnur akrein gangnanna var malbikuð í þessari umferð en síðari hluti verksins verður unninn á næsta ári. Gylfi segir mikla skipulagningu liggja að baki framkvæmd sem þessari enda hafi fjölmargir aðilar komið að framkvæmdunum, ekki aðeins í göngunum sjálfum heldur einnig við gjaldskýlið. Þá hafi lokunin verið nýtt til þess að sinna ýmsu viðhaldi og endurbótum, sem lúta að öryggi vegfarenda. „Þetta var eina helgin þar sem hægt var að stilla saman strengi allra þeirra sem að þessu þurftu að koma,“ segir Gylfi. Á þriðja tug flutningabíla hefur verið stöðugt á ferðinni með malbikskurl úr fræsingunni úr göngunum og nýtt malbik til að leggja ofan á. Auk þeirra hefur fjöldi annarra þjónustubifreiða og tækja verið á ferli í og við göngin og áætlar Gylfi að um 60 manns hafi komið að framkvæmdunum þegar mest var. Þetta er fyrsta malbikunin í göngunum frá því þau voru opnuð 1998. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að slitlagið entist í 6-8 ár í besta falli en reyndin hefur orðið önnur og betri. Þrátt fyrir lokun ganganna fyrir amennri umferð var séð til þess um helgina að bílar í neyðarakstri (sjúkralið, slökkvilið og lögregla) hafi komist um göngin á framkvæmdatímanum. Tengdar fréttir Eina sjoppan í Hvalfirði lokuð um helgina: Gaui litli stendur vaktina og verður með heitt á könnunni Það má búast við mikilli umferð um Hvalfjörðinn um helgina en eina sjoppan í firðinum er lokuð. Gaui litli er hins vegar tilbúinn í helgina og verður með kaffi og með því í Hernámssetrinu. 17. október 2014 11:59 Framkvæmdir ganga vel í Hvalfjarðargöngunum Verkið á áætlun og verða göngin opnuð á ný á mánudagsmorgun. 18. október 2014 19:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngunum gekk samkvæmt áætlun um helgina og var opnað fyrir umferð um göngin á nýjan leik klukkan sex í morgun. Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir á heimasíðu eignarhaldsfélagsins að verkið hafi sóst vel. Strax og göngunum hafði verið lokað a föstudagskvöld hófu verktakar vinnu við að fræsa upp slitlag í syðri hluta ganganna, sem var svo malbikaður í kjölfarið. Að því loknu var slitlagið fræst upp að norðanverðu og malbikunarframkvæmdir settar af stað. Önnur akrein gangnanna var malbikuð í þessari umferð en síðari hluti verksins verður unninn á næsta ári. Gylfi segir mikla skipulagningu liggja að baki framkvæmd sem þessari enda hafi fjölmargir aðilar komið að framkvæmdunum, ekki aðeins í göngunum sjálfum heldur einnig við gjaldskýlið. Þá hafi lokunin verið nýtt til þess að sinna ýmsu viðhaldi og endurbótum, sem lúta að öryggi vegfarenda. „Þetta var eina helgin þar sem hægt var að stilla saman strengi allra þeirra sem að þessu þurftu að koma,“ segir Gylfi. Á þriðja tug flutningabíla hefur verið stöðugt á ferðinni með malbikskurl úr fræsingunni úr göngunum og nýtt malbik til að leggja ofan á. Auk þeirra hefur fjöldi annarra þjónustubifreiða og tækja verið á ferli í og við göngin og áætlar Gylfi að um 60 manns hafi komið að framkvæmdunum þegar mest var. Þetta er fyrsta malbikunin í göngunum frá því þau voru opnuð 1998. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að slitlagið entist í 6-8 ár í besta falli en reyndin hefur orðið önnur og betri. Þrátt fyrir lokun ganganna fyrir amennri umferð var séð til þess um helgina að bílar í neyðarakstri (sjúkralið, slökkvilið og lögregla) hafi komist um göngin á framkvæmdatímanum.
Tengdar fréttir Eina sjoppan í Hvalfirði lokuð um helgina: Gaui litli stendur vaktina og verður með heitt á könnunni Það má búast við mikilli umferð um Hvalfjörðinn um helgina en eina sjoppan í firðinum er lokuð. Gaui litli er hins vegar tilbúinn í helgina og verður með kaffi og með því í Hernámssetrinu. 17. október 2014 11:59 Framkvæmdir ganga vel í Hvalfjarðargöngunum Verkið á áætlun og verða göngin opnuð á ný á mánudagsmorgun. 18. október 2014 19:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Eina sjoppan í Hvalfirði lokuð um helgina: Gaui litli stendur vaktina og verður með heitt á könnunni Það má búast við mikilli umferð um Hvalfjörðinn um helgina en eina sjoppan í firðinum er lokuð. Gaui litli er hins vegar tilbúinn í helgina og verður með kaffi og með því í Hernámssetrinu. 17. október 2014 11:59
Framkvæmdir ganga vel í Hvalfjarðargöngunum Verkið á áætlun og verða göngin opnuð á ný á mánudagsmorgun. 18. október 2014 19:00