Rauð eins og blóð á íslensku 6. janúar 2014 12:00 Bókaflokkur Salla Simukka um Mjallhvíti hefur hlotið ótrúlegar viðtökur. Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höfundarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennubókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verðlaunin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóðlega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur rétturinn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvennafræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar (Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgefenda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finnlandi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjölfarið strax um haustið. Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók finnska höfundarins Salla Simukka, Rauð eins og blóð, sem farið hefur sigurför um heiminn. Bókin kemur út næsta haust í þýðingu Erlu Elíasdóttur. Rétt fyrir jól hlaut finnski höfundurinn Salla Simukka „Finland Prize 2013“ fyrir alþjóðlega velgengni spennubókaflokks fyrir unglinga sem kenndur er við Mjallhvíti. Verðlaunin nema 26.000 evrum og skiptust að þessu sinni á milli sjö finnskra listamanna sem þóttu skara fram úr á árinu, í heimalandi sínu eða alþjóðlega. Fyrstu tvær bækurnar úr bókaflokknum eru komnar út í Finnlandi og nutu báðar mikilla vinsælda. Eftirtektarverðast þykir þó að áður en fyrsta bókin var komin út í Finnlandi höfðu fjölmargir erlendir útgefendur tryggt sér þýðingarréttinn að bókaflokknum. Nú hefur rétturinn verið seldur til 37 landa og enginn finnskur höfundur hefur notið jafn skjótrar og mikillar alþjóðlegrar hylli og Salla Simukka. Salla Simukka stundaði nám í norrænum málvísindum, finnsku, bókmenntafræði, skapandi skrifum og kvennafræðum í háskólanum í Turku. Fyrsta bók hennar, ástarsagan Þegar englarnir líta undan (Kun enkelit katsovat muualle), kom út 2002 og áratug síðar komu framtíðartryllarnir Engin slóð (Jäljellä) og Annarstaðar (Toisaalla), en fyrir þá fékk Salla Topelius-verðlaunin 2013. En það var ekki fyrr en hún kynnti Mjallhvítarþríleikinn til leiks sem athygli erlendra útgefenda vaknaði. Fyrsta bókin, Rauð eins og blóð, kom út í Finnlandi vorið 2013 og miðbókin, Hvít eins og snjór, fylgdi í kjölfarið strax um haustið.
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira