Páll Óskar í gervi krumma Sólveig Gísladóttir skrifar 30. október 2014 12:00 Páll Óskar er ógnvænlegur krummi. Mynd/Ernir Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann tjaldar öllu sem til er í skreytingum en ekki síður í búningum. Hann mun ljúka kvöldinu sem sótsvartur krummi. Allir eiga sér eitthvert annað sjálf. Ég er sjálfur samanskrúfaður úr mörgum karakterum, er bæði kona og maður, köttur og hrafn, súperhetja og trúður. Á hrekkjavökunni nota ég tækifærið til að fá útrás fyrir þessa hlið á mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur fyrir Halloween-balli um helgina.„Dags daglega er ég ofsalega jarðbundinn í klæðavali, jafnvel þurr og leiðinlegur í jogginggalla. En, þegar sjóið byrjar umturnast ég algerlega og legg gríðarlega vinnu í það,“ segir Páll Óskar sem veit engin böll skemmtilegri en hrekkjavöku- og Eurovisionböll. Undirbúningurinn fyrir ballið er mikill og ekki síst líkamlegur og andlegur en Páll Óskar er á leiðinni í tveggja tíma nudd og nálastungur þegar blaðamaður hefur uppi á honum. „Ég þarf að liðka líkamann til enda er það strangt ferli þegar stórar helgar eru fram undan. Það gengur ekki að hoppa upp á svið í óspurðum fréttum,“ segir hann og hlær. „Við vorum byrjuð að skreyta á þriðjudaginn og erum að umbreyta Rúbín í vampírukastala.“ Tónlistarmaðurinn á langa helgi fram undan því hann mun standa fyrir einkahrekkjavökupartíi á föstudagskvöldið og svo tekur við pásulaus skemmtidagskrá á Rúbín frá ellefu til fjögur um nóttina á laugardaginn. Einn búningur nægir ekki fyrir slíkt maraþonkvöld.Páll Óskar í gervi krumma.Mynd/Ernir„Ég verð í þremur búningum. Byrja sem glamúrgaur með kórónu, lepp, handaskraut og axlarskart úr semelíusteinum sem var hannað sérstaklega fyrir mig. Í þessu þeyti ég skífum þar til ég er orðinn mjúkur eins og smjör. Þegar ég stíg á svið breytist ég í Pál Óskar og bæði ég og dansararnir verðum klæddir silfri frá toppi til táar. Þegar sjóinu lýkur er ég orðinn gegnumblautur og skipti því um búning og lýk kvöldinu sem hrafn,“ lýsir Páll Óskar en vinur hans, Kókó Viktorsson, á heiðurinn að krummajakkafötunum sem hann klæðist á myndinni og eru alsett svörtum fjöðrum. „Það er ekki krafa að vera í búningi á ballinu en það er miklu skemmtilegra. Svo verðum við líka með förðunardömur á staðnum sem geta hresst upp á sminkið,“ segir hann glettinn. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann tjaldar öllu sem til er í skreytingum en ekki síður í búningum. Hann mun ljúka kvöldinu sem sótsvartur krummi. Allir eiga sér eitthvert annað sjálf. Ég er sjálfur samanskrúfaður úr mörgum karakterum, er bæði kona og maður, köttur og hrafn, súperhetja og trúður. Á hrekkjavökunni nota ég tækifærið til að fá útrás fyrir þessa hlið á mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur fyrir Halloween-balli um helgina.„Dags daglega er ég ofsalega jarðbundinn í klæðavali, jafnvel þurr og leiðinlegur í jogginggalla. En, þegar sjóið byrjar umturnast ég algerlega og legg gríðarlega vinnu í það,“ segir Páll Óskar sem veit engin böll skemmtilegri en hrekkjavöku- og Eurovisionböll. Undirbúningurinn fyrir ballið er mikill og ekki síst líkamlegur og andlegur en Páll Óskar er á leiðinni í tveggja tíma nudd og nálastungur þegar blaðamaður hefur uppi á honum. „Ég þarf að liðka líkamann til enda er það strangt ferli þegar stórar helgar eru fram undan. Það gengur ekki að hoppa upp á svið í óspurðum fréttum,“ segir hann og hlær. „Við vorum byrjuð að skreyta á þriðjudaginn og erum að umbreyta Rúbín í vampírukastala.“ Tónlistarmaðurinn á langa helgi fram undan því hann mun standa fyrir einkahrekkjavökupartíi á föstudagskvöldið og svo tekur við pásulaus skemmtidagskrá á Rúbín frá ellefu til fjögur um nóttina á laugardaginn. Einn búningur nægir ekki fyrir slíkt maraþonkvöld.Páll Óskar í gervi krumma.Mynd/Ernir„Ég verð í þremur búningum. Byrja sem glamúrgaur með kórónu, lepp, handaskraut og axlarskart úr semelíusteinum sem var hannað sérstaklega fyrir mig. Í þessu þeyti ég skífum þar til ég er orðinn mjúkur eins og smjör. Þegar ég stíg á svið breytist ég í Pál Óskar og bæði ég og dansararnir verðum klæddir silfri frá toppi til táar. Þegar sjóinu lýkur er ég orðinn gegnumblautur og skipti því um búning og lýk kvöldinu sem hrafn,“ lýsir Páll Óskar en vinur hans, Kókó Viktorsson, á heiðurinn að krummajakkafötunum sem hann klæðist á myndinni og eru alsett svörtum fjöðrum. „Það er ekki krafa að vera í búningi á ballinu en það er miklu skemmtilegra. Svo verðum við líka með förðunardömur á staðnum sem geta hresst upp á sminkið,“ segir hann glettinn.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira