Páll Óskar í gervi krumma Sólveig Gísladóttir skrifar 30. október 2014 12:00 Páll Óskar er ógnvænlegur krummi. Mynd/Ernir Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann tjaldar öllu sem til er í skreytingum en ekki síður í búningum. Hann mun ljúka kvöldinu sem sótsvartur krummi. Allir eiga sér eitthvert annað sjálf. Ég er sjálfur samanskrúfaður úr mörgum karakterum, er bæði kona og maður, köttur og hrafn, súperhetja og trúður. Á hrekkjavökunni nota ég tækifærið til að fá útrás fyrir þessa hlið á mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur fyrir Halloween-balli um helgina.„Dags daglega er ég ofsalega jarðbundinn í klæðavali, jafnvel þurr og leiðinlegur í jogginggalla. En, þegar sjóið byrjar umturnast ég algerlega og legg gríðarlega vinnu í það,“ segir Páll Óskar sem veit engin böll skemmtilegri en hrekkjavöku- og Eurovisionböll. Undirbúningurinn fyrir ballið er mikill og ekki síst líkamlegur og andlegur en Páll Óskar er á leiðinni í tveggja tíma nudd og nálastungur þegar blaðamaður hefur uppi á honum. „Ég þarf að liðka líkamann til enda er það strangt ferli þegar stórar helgar eru fram undan. Það gengur ekki að hoppa upp á svið í óspurðum fréttum,“ segir hann og hlær. „Við vorum byrjuð að skreyta á þriðjudaginn og erum að umbreyta Rúbín í vampírukastala.“ Tónlistarmaðurinn á langa helgi fram undan því hann mun standa fyrir einkahrekkjavökupartíi á föstudagskvöldið og svo tekur við pásulaus skemmtidagskrá á Rúbín frá ellefu til fjögur um nóttina á laugardaginn. Einn búningur nægir ekki fyrir slíkt maraþonkvöld.Páll Óskar í gervi krumma.Mynd/Ernir„Ég verð í þremur búningum. Byrja sem glamúrgaur með kórónu, lepp, handaskraut og axlarskart úr semelíusteinum sem var hannað sérstaklega fyrir mig. Í þessu þeyti ég skífum þar til ég er orðinn mjúkur eins og smjör. Þegar ég stíg á svið breytist ég í Pál Óskar og bæði ég og dansararnir verðum klæddir silfri frá toppi til táar. Þegar sjóinu lýkur er ég orðinn gegnumblautur og skipti því um búning og lýk kvöldinu sem hrafn,“ lýsir Páll Óskar en vinur hans, Kókó Viktorsson, á heiðurinn að krummajakkafötunum sem hann klæðist á myndinni og eru alsett svörtum fjöðrum. „Það er ekki krafa að vera í búningi á ballinu en það er miklu skemmtilegra. Svo verðum við líka með förðunardömur á staðnum sem geta hresst upp á sminkið,“ segir hann glettinn. Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Páll Óskar heldur Halloween-ball á Rúbín í Öskjuhlíð á laugardagskvöldið. Hann tjaldar öllu sem til er í skreytingum en ekki síður í búningum. Hann mun ljúka kvöldinu sem sótsvartur krummi. Allir eiga sér eitthvert annað sjálf. Ég er sjálfur samanskrúfaður úr mörgum karakterum, er bæði kona og maður, köttur og hrafn, súperhetja og trúður. Á hrekkjavökunni nota ég tækifærið til að fá útrás fyrir þessa hlið á mér,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem stendur fyrir Halloween-balli um helgina.„Dags daglega er ég ofsalega jarðbundinn í klæðavali, jafnvel þurr og leiðinlegur í jogginggalla. En, þegar sjóið byrjar umturnast ég algerlega og legg gríðarlega vinnu í það,“ segir Páll Óskar sem veit engin böll skemmtilegri en hrekkjavöku- og Eurovisionböll. Undirbúningurinn fyrir ballið er mikill og ekki síst líkamlegur og andlegur en Páll Óskar er á leiðinni í tveggja tíma nudd og nálastungur þegar blaðamaður hefur uppi á honum. „Ég þarf að liðka líkamann til enda er það strangt ferli þegar stórar helgar eru fram undan. Það gengur ekki að hoppa upp á svið í óspurðum fréttum,“ segir hann og hlær. „Við vorum byrjuð að skreyta á þriðjudaginn og erum að umbreyta Rúbín í vampírukastala.“ Tónlistarmaðurinn á langa helgi fram undan því hann mun standa fyrir einkahrekkjavökupartíi á föstudagskvöldið og svo tekur við pásulaus skemmtidagskrá á Rúbín frá ellefu til fjögur um nóttina á laugardaginn. Einn búningur nægir ekki fyrir slíkt maraþonkvöld.Páll Óskar í gervi krumma.Mynd/Ernir„Ég verð í þremur búningum. Byrja sem glamúrgaur með kórónu, lepp, handaskraut og axlarskart úr semelíusteinum sem var hannað sérstaklega fyrir mig. Í þessu þeyti ég skífum þar til ég er orðinn mjúkur eins og smjör. Þegar ég stíg á svið breytist ég í Pál Óskar og bæði ég og dansararnir verðum klæddir silfri frá toppi til táar. Þegar sjóinu lýkur er ég orðinn gegnumblautur og skipti því um búning og lýk kvöldinu sem hrafn,“ lýsir Páll Óskar en vinur hans, Kókó Viktorsson, á heiðurinn að krummajakkafötunum sem hann klæðist á myndinni og eru alsett svörtum fjöðrum. „Það er ekki krafa að vera í búningi á ballinu en það er miklu skemmtilegra. Svo verðum við líka með förðunardömur á staðnum sem geta hresst upp á sminkið,“ segir hann glettinn.
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira