NFL: Green Bay Packers og Houston Texans komin áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2013 11:30 Mynd/AP Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust. NFL Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
Green Bay Packers og Houston Texans eru komin áfram í aðra umferð úrslitakeppni ameríska fótboltans eftir góða heimasigra í nótt en þessir leikir voru hluti af svokallaðari "Wild-card"-helgi. Hinir tveir leikir helgarinnar fara síðan fram í kvöld.Houston Texans fagnaði fyrsta sigri úrslitakeppninnar í ár þegar liðið vann 19-13 heimasigur á Cincinnati Bengals en þetta var annað árið í röð sem Houston slær Cincinnati út úr úrslitakeppninni á þessum tímapunkti. Houston byrjaði tímabilið frábærlega en gaf eftir í lok deildarkeppninnar. Liðið náði þó að rífa sig upp í gær og vann nokkuð sannfærandi sigur þótt að hann hafi aldrei verið öruggur því liðinu gekk illa að skora snertimörk. Arian Foster var besti maður liðsins en hann hljóp 140 jarda með boltann og skoraði eina snertimark liðsins. Houston Texans mætir New England Patriots í næstu umferð um næstu helgi en Patriots vann deildarleik liðanna 42-14 fyrr í vetur.Green Bay Packers átti ekki í miklum vandræðum með að vinna 24-10 heimasigur á Minnesota Vikings í kuldanum í Wisconsin en Minnesota vann einmitt deildarleik liðanna um síðustu helgi sem fór reyndar fram á heimavelli Vikings. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, setti nýtt NFL-met með því að senda á tíu mismunandi leikmenn Packers-liðsins en John Kuhn (2) og DuJuan Harris skoruðu snertimörk liðsins í leiknum. Green Bay Packers vörninni tókst líka að halda hlauparanum Adrian Peterson undir 100 jördum (99) en þar á ferðinni magnaður leikmaður sem heldur uppi sóknarleik Minnesota-liðsins. Minnesota-liðið varð einnig fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn þegar í ljós koma að aðalleikstjórnandi liðsins, Christian Ponder, gat ekki spilað vegna meiðsla. Green Bay Packers mætir San Francisco 49ers á útivelli í næstu umferð um næstu helgi en San Francisco vann deildarleik liðanna 30-22 sem fram fór í 1. umferðinni í haust.
NFL Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira