Æðislegt að vera komin til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 00:01 María Guðmundsdóttir hefur sýnt mikla þrautseigju með að komast til baka í skíðabrekkuna og uppskar vel í gær. „Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María. Íþróttir Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
„Ég er mjög ánægð. Þetta small alveg í seinni ferðinni,“ sagði María Guðmundsdóttir himinlifandi eftir að hafa unnið sigur í gær á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi. María var tveimur sekúndum á undan heimastúlkunni Benedicte Oseid Lyche í mark. María var í öðru sæti eftir fyrri ferðina en það átti engin svar við frammistöðu hennar í seinni ferðinni. „Ég ætlaði bara að gefa allt í þetta, skíða tæknilega vel og sleppa mér svo ég færi nú hratt,“ sagði María. „Ég er að reyna að bæta mig eins mikið á heimslistanum og hægt er svo að ég fá betri stöðu fyrir Ólympíuleikana. Ég náði að bæta mig með þessum sigri,“ segir María sem endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað daginn áður. Það hefur gengið á ýmsu hjá þessari tuttugu ára gömlu Akureyrarstelpu en María lét ekki stórt áfall stoppa sig. Hún meiddist illa í hné þegar hún féll í brautinni í Hlíðarfjalli á Akureyri í keppni í stórsvigi á Skíðamóti Íslands 2012 daginn eftir að hún varð Íslandsmeistari í svigi.Eyðilagði allt í hnénu „Ég sleit krossband, eyðilagði liðþófana og brotnaði líka. Það fór bara eiginlega allt í hnénu. Það er því æðislegt að vera komin til baka. Þetta er langbesta mótið mitt eftir meiðslin sem er frábært og sýnir að þetta er hægt,“ segir María. „Það var mjög mikið sjokk að lenda í svona alvarlegum meiðslum en ég ætlaði mér alltaf að koma til baka. Ég hugsaði aldrei þannig að þetta væri búið,“ segir María. Það reyndi ekki síður á hana andlega að komast aftur á skrið í brekkunni vitandi hvað gerðist í Hlíðarfjalli í apríl 2012. „Ég var pínusmeyk fyrst og þá sérstaklega í stórsviginu þar sem maður fer hraðar. Núna er það allt að koma,“ segir María.María Guðmundsdóttir skíði vann alþjóðlegt svigmót Noregur Skíðaíþróttin VetrarÓlympíuleikarÞað fer ekki á milli mála að sigurinn í gær var risaskref fyrir hana. „Ég hafði unnið FIS-mót fyrir meiðslin en það voru ekki eins sterk mót. Styrkleikinn ræðst af því hversu margar góðar eru með og þetta er sterkasta mótið sem ég hef unnið. Það er bara snilld og gerist ekki betra,“ segir María. María er að keppa mikið ásamt félögum sínum í landsliðinu í alpagreinum. „Við erum búin að ferðast mikið og skíða heilan helling. Það hefur gengið mjög vel,“ segir María sem fær ekki langan tíma til að fagna sigrinum frá því í gær. „Á morgun (í dag) keyrum við til Trysil í Noregi og ég keppi þar í tveimur stórsvigsmótum á þriðjudag og miðvikudag. Svo er smápása þangað til að ég fer til Svíþjóðar og keppi á fjórum mótum fyrir jól. Ég kem heim bara korteri fyrir jól,“ segir María hlæjandi.Er inni eins og er Hún ætlar sér að vera með á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem hefjast í febrúar. „Eins og er þá er ég inni á Ólympíuleikunum en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en í lok janúar. Það eru ekki allir sem fá að komast á Ólympíuleika og vonandi náum við sem flest inn,“ segir María.
Íþróttir Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti