Alfreð Finnbogason verður í herbúðum hollenska félagsins Heerenveen til áramóta hið minnsta. Það staðfesti Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, í samtali við útvarpsþáttinn Reitaboltann í dag.
Alfreð var orðaður við fjölmörg félög í félagaskiptaglugganum. Heerenveen samþykkti þó ekkert tilboð í framherjann áður en félagaskiptaglugganum var lokað í gærkvöldi.
„Þeir sögðu að ef tilboð kæmu inn sem væri lægri en tíu milljónir evra þá mundu þeir gera skutlur úr blöðunum," sagði Magnús Agnar um viðbrögð forráðamanna hollenska félagsins við áhuga annarra félaga á landsliðsframherjanum.
„Ég hugsa samt að þeir hefðu alveg skoðað tilboð sem væri töluvert lægra."
Magnús Agnar staðfesti að bæði hefði verið áhugi á kröftum Alfreðs á Englandi og í Þýskalandi.
Myndu gera skutlur úr tilboðum lægri en tíu milljónir evra
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn




Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti


Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“
Íslenski boltinn