Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi Helga Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2013 21:00 Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira