Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi Helga Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2013 21:00 Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira