100 þúsund króna björgunarleiðangur eftir flökkukindum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 28. október 2013 07:00 Þær voru langt að komnar, kindurnar sem björgunarsveitarmenn úr Jökli náðu í upp í Kverkfjöll. Benedikt Arnarson og Bragi Björgvinsson eru ánægðir með gifturíka björgun. Hundurinn Krati fylgist glottandi með. Mynd/Agnar Benediktsson „Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs finnst sjálfsagt að greiða björgunarsveitinni fyrir að ná í kindurnar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, fjallskilastjóri Jökuldals, norðan Jökulsár. Þrír björgunarsveitarmenn á bíl björgunarsveitarinnar Jökuls fóru fyrir nokkrum dögum inn í Hveragil austan í Kverkfjöllum til að ná í á með lambi en ferðamenn höfðu séð kindurnar á þessum slóðum og látið vita. „Hún var langt að komin, í beinni loftlínu voru 200 kílómetrar heim til ærinnar sem er frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði,“ segir Sigvaldi. Kindurnar voru ágætlega haldnar, þó að beit væri takmörkuð þar sem þær voru. „Þær höfðu einhverja hvönn að bíta þarna svo að líklega er hvannarbragð af þeim,“ segir Sigvaldi.Hveragil. Það var ekki mikil beit þar sem ærin og lambið héldu sig. Þrátt fyrir það voru kindurnar ágætlega haldnar.Ekki er búið að semja við björgunarsveitina um greiðslu. Dagsverk í smalamennsku segir Sigvaldi reiknað á 20 þúsund krónur. Þrír menn kosti því 60 þúsund. Ríkið greiði 111 krónur í kílómetragjald fyrir venjulegan bíl á malbiki en hann viti ekki hvað hvað björgunarsveitarbíllinn kosti. „Björgunarsveitarmennirnir óku 300 kílómetra leið til að ná í kindurnar svo þetta kostar ekki undir 100 þúsund krónum,“ segir Sigvaldi. Til samanburðar segir hann að fyrir lambið fáist um 10 þúsund krónur í sláturhúsi og að ærin myndi leggja sig á um fimm þúsund krónur. Sigvaldi segir að sveitarstjórnum beri að hreinsa landið og því hafi verð ákveðið að ná í kindurnar. Hann segist reyndar spyrja sig að því hvort forsætisráðuneytið eigi ekki að greiða reikninginn þar sem kindurnar hafi verið í Vatnajökulsþjóðgarði. Þar eigi enginn upprekstur. Þjóðgarðar séu á forræði forsætisráðuneytisins og því ef til vill eðlilegt að senda reikninginn þangað á endanum. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sjá meira
„Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs finnst sjálfsagt að greiða björgunarsveitinni fyrir að ná í kindurnar,“ segir Sigvaldi H. Ragnarsson, fjallskilastjóri Jökuldals, norðan Jökulsár. Þrír björgunarsveitarmenn á bíl björgunarsveitarinnar Jökuls fóru fyrir nokkrum dögum inn í Hveragil austan í Kverkfjöllum til að ná í á með lambi en ferðamenn höfðu séð kindurnar á þessum slóðum og látið vita. „Hún var langt að komin, í beinni loftlínu voru 200 kílómetrar heim til ærinnar sem er frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði,“ segir Sigvaldi. Kindurnar voru ágætlega haldnar, þó að beit væri takmörkuð þar sem þær voru. „Þær höfðu einhverja hvönn að bíta þarna svo að líklega er hvannarbragð af þeim,“ segir Sigvaldi.Hveragil. Það var ekki mikil beit þar sem ærin og lambið héldu sig. Þrátt fyrir það voru kindurnar ágætlega haldnar.Ekki er búið að semja við björgunarsveitina um greiðslu. Dagsverk í smalamennsku segir Sigvaldi reiknað á 20 þúsund krónur. Þrír menn kosti því 60 þúsund. Ríkið greiði 111 krónur í kílómetragjald fyrir venjulegan bíl á malbiki en hann viti ekki hvað hvað björgunarsveitarbíllinn kosti. „Björgunarsveitarmennirnir óku 300 kílómetra leið til að ná í kindurnar svo þetta kostar ekki undir 100 þúsund krónum,“ segir Sigvaldi. Til samanburðar segir hann að fyrir lambið fáist um 10 þúsund krónur í sláturhúsi og að ærin myndi leggja sig á um fimm þúsund krónur. Sigvaldi segir að sveitarstjórnum beri að hreinsa landið og því hafi verð ákveðið að ná í kindurnar. Hann segist reyndar spyrja sig að því hvort forsætisráðuneytið eigi ekki að greiða reikninginn þar sem kindurnar hafi verið í Vatnajökulsþjóðgarði. Þar eigi enginn upprekstur. Þjóðgarðar séu á forræði forsætisráðuneytisins og því ef til vill eðlilegt að senda reikninginn þangað á endanum.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sjá meira