Fótbolti

Hörðustu stuðningsmenn landsliðsins geta keypt miða í dag

Stuðningsmenn íslenska landsliðsins.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Mynd/Vilhelm
Stuðningsmannasveitin Tólfan verður með miða til sölu í dag á landsleik Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli sem fram fer þann 15. nóvember.

Á Fésbókarsíðu Tólfunnar kemur fram að miðasalan hefjist klukkan 17. Hún sé eingöngu ætluðu stuðningsmönnum. Nóg sé af sætum fyrir þá sem ætli að horfa á leikinn.

Skilaboð Tólfunnar má sjá að neðan en þar segjast stuðningsmennirnir hafa alltof of oft brennt sig á að selja fólki miða ætli að sýna stuðning í verki. Svo mæti þeir sömu borgaralega klæddir, með börnin og sitja innan um hvetjandi stuðningsmenn landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×