Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2013 13:25 mynd/vilhelm Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson. Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson.
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira