Fótbolti

Ekkert annað en markaðsherferð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tveir af mönnunum ellefu í München á laugardaginn.
Tveir af mönnunum ellefu í München á laugardaginn.
Ellefu menn klæddir svörtum kuflum og málaðir í framan vöktu athygli á þremur af þekktustu leikvöngum Evrópu um helgina.

Áhorfendur á leikjum Chelsea og Manchester City, Bayern München og Herthu Berlín auk Juventus og Genóva urðu varir við mennina dökkklæddu.

Talað hefur verið um ógnvekjandi menn, sem að kyrjuðu og héldust í hendur á vissum tímapunktum í leiknum um leið og þeir fengu fólk til að klóra sér í hausnum. Sá er nefnilega tilgangurinn.

Um markaðsherferð er nefnilega að ræða sem talin er tengjast risafyrirtæki í heiminum. Hafa bæði Adidas og Samsung verið nefnd í því samhengi. Óhætt er að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt en hringlaga merki á kuflunum hafa einnig sést á auglýsingaskiltum á Times Square í New York og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×