Byrjum á slaginu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 23:27 Greinarhöfundur gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. mynd/getty „Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo! Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo!
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira