Byrjum á slaginu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. júlí 2013 23:27 Greinarhöfundur gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. mynd/getty „Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo! Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Farið þið ekki bráðum að byrja?", var ég spurður á öldurhúsi einu fyrir mörgum árum á tónleikum hljómsveitar sem ég var meðlimur í. Ég þekkti ágætlega þann sem spurði, og þess vegna fékk ég ekki samviskubit þó hann væri búinn að bíða í næstum klukkustund eftir auglýstan upphafstíma tónleikanna án þess að nokkur léti sjá sig á sviðinu. „Við erum alveg að fara að byrja," svaraði ég, og rúmum hálftíma síðar var talið í. Kunninginn var hins vegar farinn heim. Hann nennti skiljanlega ekki að bíða lengur. Þessi vanvirðing mín fyrir tíma annarra orsakaðist af þrennu þetta kvöld. Áratugalangri hefð Íslendinga fyrir því að hefja tónleika aldrei á tilsettum tíma, óöryggi okkar í hljómsveitinni vegna dræmrar mætingar, og meðvirkni með gráðugum bjórsala sem vildi alltaf bíða aðeins lengur. Ég hef lært heilmikið síðan þetta annars frekar misheppnaða kvöld. Við spiluðum okkar prógramm fyrir hálftómu húsi og með því að seinka tónleikunum höfðum við grætt einn nýjan áhorfanda fyrir hvern þann sem hafði gefist upp á biðinni og farið heim. Ávinningurinn af dónaskap okkar við tónleikagesti reyndist því vera enginn þegar upp var staðið. Í dag er ég orðinn hérumbil jafn gamall og sá sem spurði var á þeim tíma. Ég nenni ekki lengur að hanga tímunum saman á fretangandi knæpum að bíða eftir óskipulögðum rugguhestum, hvort sem þeir eru vinir mínir eða ekki. Ég gekk næstum því af göflunum í gær þegar Frank Ocean var ekki mættur á sviðið tuttugu mínútum eftir auglýstan tíma. Ég hafði ekkert merkilegra að gera, en allt er betra en að bíða. Ég er búinn að borga fyrir miðann minn, koma svo!
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira