Jeppi gæti alveg verið sósaður rokkari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Benedikt og Ingvar E. fara yfir textann á sviði Borgarleikhússins í gær. Fréttablaðið/GVA Borgarleikhúsið kynnir verkefni nýs leikárs í dag í litríku blaði. Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning haustsins. Þar er leikrit frá átjándu öld fært í nýjan búning eins og Benedikt Erlingsson leikstjóri lýsir. Jeppi er drykkjumaður en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður, auk þess sem konan hans heldur fram hjá honum. Þannig hefst kynningin á Jeppa á Fjalli í nýjum bæklingi Borgarleikhússins. Jeppi er sem sagt maður en ekki bíll, enda var leikritið skrifað löngu áður en bílar komu til sögunnar og fyrst sett upp árið 1722. Höfundurinn er hinn danski Ludvig Holberg (1684-1754).Bragarháttur á þýðingunni Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á nýju leikári, áformuð í byrjun október, að sögn Benedikts. Hann segir um alveg nýja útgáfu á leikritinu að ræða, með tónlist og textum eftir Megas og Braga Valdimar Skúlason. „Þannig hefur orðið til ansi skemmtilegt leikrit með söngvum. Eða kannski frekar tónleikar með leiknum atriðum,“ segir hann. Bragi Valdimar hefur gert nýja þýðingu á verkinu. „Það er svona Braga(r)háttur á því,“ segir Benedikt og tekur líka fram að listamaðurinn Grétar Reynisson geri leikmyndina.Er þetta þá allt annað verk en hér var sett upp á 6. áratugunum í Þjóðleikhúsinu og síðar hjá ýmsum áhugaleikfélögum? „Gamli Jeppi fær að lifa góðu lífi,“ fullyrðir Benedikt. „En Jeppi gæti alveg verið svolítið sósaður rokkari. Hann er náttúrlega stjórnlaus fíkill og svo býr hann í ranglátum heimi og syngur um það, eins og rokkarar gera.“Fyrsti alki bókmenntanna Verk Holbergs er að sjálfsögðu grunnurinn, að sögn Benedikts. „Holberg er að meika það í Kaupmannahöfn sem rithöfundur og leikskáld um það bil á þeim tíma sem kviknar í Kaupmannahöfn og handritin okkar brenna. Það er stundum sagt að verk hans séu upphaf danskra bókmennta og þau verða til um það leyti sem okkar bókmenntir eru að brenna í safninu hans Árna. Þannig að ég tek upp þráðinn þar sem ég skildi við hann í Íslandsklukkunni.“ Benedikt segir fíkn alkóhólistans hvergi betur lýst í bókmenntasögunni en í Jeppa á Fjalli. „Jeppi er fyrsti frægi alki bókmenntasögunnar en hann er líka að berjast við óréttlætið. Hann verður fórnarlamb barónsins sem snýr upp á veröld hans og dómskerfið verður að leikriti. Þarna er ótrúlega margt sem á sér samsvörun í nútímanum,“ segir hann. „Það er svo gaman að láta gömul leikrit segja sér eitthvað nýtt og satt um eigin tíma.“Ingvar með nikkuna Ingvar E. Sigurðsson er í titilhlutverkinu. Hann syngur og spilar á harmóníku, að sögn Benedikts. „Það er eins og ég segi, þetta eru tónleikar. Bergþór Pálsson söngvari er baróninn og hún Ilmur Kristjánsdóttir er þarna kasólétt meðvirk eiginkona, aðstandandi alkóhólista og engin Al-Anon-samtök komin til sögunnar. Hún lemur Jeppa sinn áfram, brjáluð með vöndinn.“ Margir fleiri listamenn koma við sögu sýningarinnar sem verður spennandi að sjá. „Við setjum þetta á 3. október þótt annað standi í bæklingnum,“ segir Benedikt. „Þetta verk er leikið á hverju ári einhvers staðar á Norðurlöndunum en okkar uppsetning er íslensk 2013 útgáfa.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Borgarleikhúsið kynnir verkefni nýs leikárs í dag í litríku blaði. Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning haustsins. Þar er leikrit frá átjándu öld fært í nýjan búning eins og Benedikt Erlingsson leikstjóri lýsir. Jeppi er drykkjumaður en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður, auk þess sem konan hans heldur fram hjá honum. Þannig hefst kynningin á Jeppa á Fjalli í nýjum bæklingi Borgarleikhússins. Jeppi er sem sagt maður en ekki bíll, enda var leikritið skrifað löngu áður en bílar komu til sögunnar og fyrst sett upp árið 1722. Höfundurinn er hinn danski Ludvig Holberg (1684-1754).Bragarháttur á þýðingunni Jeppi á Fjalli verður fyrsta frumsýning Borgarleikhússins á nýju leikári, áformuð í byrjun október, að sögn Benedikts. Hann segir um alveg nýja útgáfu á leikritinu að ræða, með tónlist og textum eftir Megas og Braga Valdimar Skúlason. „Þannig hefur orðið til ansi skemmtilegt leikrit með söngvum. Eða kannski frekar tónleikar með leiknum atriðum,“ segir hann. Bragi Valdimar hefur gert nýja þýðingu á verkinu. „Það er svona Braga(r)háttur á því,“ segir Benedikt og tekur líka fram að listamaðurinn Grétar Reynisson geri leikmyndina.Er þetta þá allt annað verk en hér var sett upp á 6. áratugunum í Þjóðleikhúsinu og síðar hjá ýmsum áhugaleikfélögum? „Gamli Jeppi fær að lifa góðu lífi,“ fullyrðir Benedikt. „En Jeppi gæti alveg verið svolítið sósaður rokkari. Hann er náttúrlega stjórnlaus fíkill og svo býr hann í ranglátum heimi og syngur um það, eins og rokkarar gera.“Fyrsti alki bókmenntanna Verk Holbergs er að sjálfsögðu grunnurinn, að sögn Benedikts. „Holberg er að meika það í Kaupmannahöfn sem rithöfundur og leikskáld um það bil á þeim tíma sem kviknar í Kaupmannahöfn og handritin okkar brenna. Það er stundum sagt að verk hans séu upphaf danskra bókmennta og þau verða til um það leyti sem okkar bókmenntir eru að brenna í safninu hans Árna. Þannig að ég tek upp þráðinn þar sem ég skildi við hann í Íslandsklukkunni.“ Benedikt segir fíkn alkóhólistans hvergi betur lýst í bókmenntasögunni en í Jeppa á Fjalli. „Jeppi er fyrsti frægi alki bókmenntasögunnar en hann er líka að berjast við óréttlætið. Hann verður fórnarlamb barónsins sem snýr upp á veröld hans og dómskerfið verður að leikriti. Þarna er ótrúlega margt sem á sér samsvörun í nútímanum,“ segir hann. „Það er svo gaman að láta gömul leikrit segja sér eitthvað nýtt og satt um eigin tíma.“Ingvar með nikkuna Ingvar E. Sigurðsson er í titilhlutverkinu. Hann syngur og spilar á harmóníku, að sögn Benedikts. „Það er eins og ég segi, þetta eru tónleikar. Bergþór Pálsson söngvari er baróninn og hún Ilmur Kristjánsdóttir er þarna kasólétt meðvirk eiginkona, aðstandandi alkóhólista og engin Al-Anon-samtök komin til sögunnar. Hún lemur Jeppa sinn áfram, brjáluð með vöndinn.“ Margir fleiri listamenn koma við sögu sýningarinnar sem verður spennandi að sjá. „Við setjum þetta á 3. október þótt annað standi í bæklingnum,“ segir Benedikt. „Þetta verk er leikið á hverju ári einhvers staðar á Norðurlöndunum en okkar uppsetning er íslensk 2013 útgáfa.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira