Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. október 2025 15:18 Þórdís Dröfn með Heiðu Björgu borgarstjóra við verðlaunaathöfnina við Höfða. Róbert Reynisson Þórdís Dröfn Andrésdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2025 fyrir ljóðahandritið Síðasta sumar lífsins. Upphæð verðlaunafjár nemur einni milljón króna og kemur bókin út hjá bókaútgáfunni Benedikt. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri athenti Þórdísi Dröfn verðlaunin í dag við hátíðlega athöfn í Höfða. Aldrei hafa borist fleiri handrit en í ár en alls bárust 103 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina. Ástæðan skýrist að einhverju leyti að því að í fyrsta sinn var fyrirkomulag innsendinga þannig að handrit voru send inn rafrænt á vef Reykjavíkurborgar og nafn höfundar dulkóðað. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en frá 2004 hafa verðlaunin eingöngu verið veittfyrir ljóðahandrit. Í dómnefnd í ár sátu Þorvaldur Sigurbjörn Helgason formaður, Soffía Bjarnadóttir og Brynhildur Björnsdóttir. Óútskýrð hætta við sjóndeildarhringinn Þórdís Dröfn Andrésdóttir er fædd árið 1997, lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands og MA-prófi í málvísindum frá Háskólanum í Árósum. Þórdís Dröfn starfar hjá íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.Róbert Reynisson Þórdís Dröfn starfar nú sem aðjúnkt við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en hún gegndi áður stöðu forseta Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Síðasta sumar lífsins er fyrsta ljóðabók Þórdísar. Henni er lýst sem ljóðsögu sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. „Handritið er ljúfsár og tregafull lýsing á endalokum í víðum skilningi; endalokum tímans, ástarinnar, lífsins og sumarsins sem hverfur frá birtu yfir í óvissu myrkurs. Hvorki elskendurnir tveir né eyjan sem þeir dvelja á eru nokkru sinni nefnd á nafn svo reynsluheimurinn sem ljóðin lýsa verður almennur á meðan ljóðmyndirnar eru bæði sértækar og óvenjulegar,“ segir í umsögn dómnefndar. Umfjöllunarefni ljóðanna í Síðasta sumar lífsins eru þau sömu og skáld hafa fengist við frá örófi alda; ástin, dauðinn, náttúran, svo eitthvað sé nefnt, en höfundur tekst á við þessi þemu af tilfinningalegri dýpt, næmni og frumleika. Frásögn verksins sé kyrrlát en í gegnum ljóðin liggi undiralda sorgar. „Við sjóndeildarhringinn vofir óútskýrð hætta sem ógnar hinu eilífa sumri eyjunnar. Verkið verði þannig að myndlíkingu fyrir líf nútímamannsins á Vesturlöndum, líf sem þrátt fyrir að hafa aldrei verið þægilegra og friðsælla er á sama tíma markerað af djúpstæðum ótta og óveðursskýjum sem hrannast upp á himni,“ segir jafnframt í umsögn dómnefndar. Verðlaunahafi, borgarstjóri og dómnefnd.Róbert Reynisson Reykjavík Bókmenntir Tengdar fréttir Birna verðlaunuð fyrir Örverpi Birna Stefánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við hátíðlega athöfn í Höfða. Borgarstjóri veitti Birnu verðlaunin. 30. október 2023 15:32 Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. 17. október 2022 14:27 Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri athenti Þórdísi Dröfn verðlaunin í dag við hátíðlega athöfn í Höfða. Aldrei hafa borist fleiri handrit en í ár en alls bárust 103 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina. Ástæðan skýrist að einhverju leyti að því að í fyrsta sinn var fyrirkomulag innsendinga þannig að handrit voru send inn rafrænt á vef Reykjavíkurborgar og nafn höfundar dulkóðað. Reykjavík bókmenntaborg UNESCO hefur umsjón með verðlaununum sem hafa verið veitt frá árinu 1994 en frá 2004 hafa verðlaunin eingöngu verið veittfyrir ljóðahandrit. Í dómnefnd í ár sátu Þorvaldur Sigurbjörn Helgason formaður, Soffía Bjarnadóttir og Brynhildur Björnsdóttir. Óútskýrð hætta við sjóndeildarhringinn Þórdís Dröfn Andrésdóttir er fædd árið 1997, lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands og MA-prófi í málvísindum frá Háskólanum í Árósum. Þórdís Dröfn starfar hjá íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.Róbert Reynisson Þórdís Dröfn starfar nú sem aðjúnkt við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, en hún gegndi áður stöðu forseta Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Síðasta sumar lífsins er fyrsta ljóðabók Þórdísar. Henni er lýst sem ljóðsögu sem segir frá tveimur elskendum sem eru staddir á ónefndri sólríkri eyju. „Handritið er ljúfsár og tregafull lýsing á endalokum í víðum skilningi; endalokum tímans, ástarinnar, lífsins og sumarsins sem hverfur frá birtu yfir í óvissu myrkurs. Hvorki elskendurnir tveir né eyjan sem þeir dvelja á eru nokkru sinni nefnd á nafn svo reynsluheimurinn sem ljóðin lýsa verður almennur á meðan ljóðmyndirnar eru bæði sértækar og óvenjulegar,“ segir í umsögn dómnefndar. Umfjöllunarefni ljóðanna í Síðasta sumar lífsins eru þau sömu og skáld hafa fengist við frá örófi alda; ástin, dauðinn, náttúran, svo eitthvað sé nefnt, en höfundur tekst á við þessi þemu af tilfinningalegri dýpt, næmni og frumleika. Frásögn verksins sé kyrrlát en í gegnum ljóðin liggi undiralda sorgar. „Við sjóndeildarhringinn vofir óútskýrð hætta sem ógnar hinu eilífa sumri eyjunnar. Verkið verði þannig að myndlíkingu fyrir líf nútímamannsins á Vesturlöndum, líf sem þrátt fyrir að hafa aldrei verið þægilegra og friðsælla er á sama tíma markerað af djúpstæðum ótta og óveðursskýjum sem hrannast upp á himni,“ segir jafnframt í umsögn dómnefndar. Verðlaunahafi, borgarstjóri og dómnefnd.Róbert Reynisson
Reykjavík Bókmenntir Tengdar fréttir Birna verðlaunuð fyrir Örverpi Birna Stefánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við hátíðlega athöfn í Höfða. Borgarstjóri veitti Birnu verðlaunin. 30. október 2023 15:32 Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. 17. október 2022 14:27 Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes Tónlist Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Baldurs og Felix-fáni falur Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Birna verðlaunuð fyrir Örverpi Birna Stefánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við hátíðlega athöfn í Höfða. Borgarstjóri veitti Birnu verðlaunin. 30. október 2023 15:32
Natasha S. hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Rithöfundurinn Natasha S. hlaut í dag bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið Máltaka á stríðstímum sem kemur í verslanir í dag. 17. október 2022 14:27
Jón Hjartarson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, afhenti í dag Jóni Hjartarsyni, leikara og skáldi, Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Jón hlaut verðlaunin fyrir handrit sitt að ljóðabókinni Troðningar, en bókin kom út í dag. 20. október 2021 20:00