Áhersla á hæglæti á Sequences Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 10:02 Daría Sól er sýningarstjóri og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Vísir/Anton Brink Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“. Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. Á hátíðinni er áhersla á myndlist sem unnin er hægt eða yfir langan tíma. „Þetta er hæg list, hægar upplifanir og hæglæti. Þaðan kemur titillinn og fólki er boðið á hátíðina til að hægja aðeins á sér.“ Fer fram á mörgum sýningarstöðum Hátíðin fer fram á fjölmörgum sýningarstöðum, þar á meðal Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling & Bang, Ásmundarsal, Norræna húsinu og Hvammsvík. „Þetta er eini listatvíæringurinn á Íslandi og aðalmyndlistarhátíðin okkar fyrir utan Listahátíð í Reykjavík,“ segir Daría Sól og að í gegnum árin hafi alltaf verið bland af innlendum og erlendum listamönnum. Fjöldi listamanna tekur þátt í ár eins og Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir og listamennirnir að baki Fischersundi og Lucky 3. Einnig taka þátt alþjóðlegir listamenn eins og Sasha Huber, Sheida Soleimani, Santiago Mostyn og Tabita Rezaire. „Þetta er íslensk hátíð og fókusinn á íslenska myndlist en það er mikilvægt að hún sé alltaf í samtali við það sem er að gerast erlendis.“ Daría segir listamennina alla skapa list með hæglæti í huga. Einhverjir þeirra rannsaki og þrói eitthvað concept yfir marga áratugi eða ár á meðan aðrir noti aðferðir sem taka langan tíma fyrir listaverkið að verða til. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem stundi rannsóknir fyrir sína list séu Ragna Róbertsdóttir, Santiago Mostyn og Sascha Huber. Fólki er boðið að hægja á sér á hátíðinni og upplifa list sem vekur þau til umhugsunar um tímann. Vísir/Anton Brink Á hátíðinni sé einnig að finna listamenn sem leggi áherslu á upplifun áhorfandans í gegnum hæglæti. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem geri það sé Fischersund en þau verða með innsetningu á hátíðinni. Hátíðin er almennt ókeypis og inn á sýningar þeirra en nauðsynlegt er að skrá sig á nokkra viðburði og er greitt inn á tvo viðburði í ár. Annar þeirra er í Hvammsvík og hinn er kvöldverður fyrir listamenn. „Hátíðin stendur í tíu daga en sýningarnar standa flestar lengur,“ segir Daría Sól. Myndlist Reykjavík Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira
Á hátíðinni er áhersla á myndlist sem unnin er hægt eða yfir langan tíma. „Þetta er hæg list, hægar upplifanir og hæglæti. Þaðan kemur titillinn og fólki er boðið á hátíðina til að hægja aðeins á sér.“ Fer fram á mörgum sýningarstöðum Hátíðin fer fram á fjölmörgum sýningarstöðum, þar á meðal Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kling & Bang, Ásmundarsal, Norræna húsinu og Hvammsvík. „Þetta er eini listatvíæringurinn á Íslandi og aðalmyndlistarhátíðin okkar fyrir utan Listahátíð í Reykjavík,“ segir Daría Sól og að í gegnum árin hafi alltaf verið bland af innlendum og erlendum listamönnum. Fjöldi listamanna tekur þátt í ár eins og Sigurður Guðjónsson, Ragna Róbertsdóttir og listamennirnir að baki Fischersundi og Lucky 3. Einnig taka þátt alþjóðlegir listamenn eins og Sasha Huber, Sheida Soleimani, Santiago Mostyn og Tabita Rezaire. „Þetta er íslensk hátíð og fókusinn á íslenska myndlist en það er mikilvægt að hún sé alltaf í samtali við það sem er að gerast erlendis.“ Daría segir listamennina alla skapa list með hæglæti í huga. Einhverjir þeirra rannsaki og þrói eitthvað concept yfir marga áratugi eða ár á meðan aðrir noti aðferðir sem taka langan tíma fyrir listaverkið að verða til. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem stundi rannsóknir fyrir sína list séu Ragna Róbertsdóttir, Santiago Mostyn og Sascha Huber. Fólki er boðið að hægja á sér á hátíðinni og upplifa list sem vekur þau til umhugsunar um tímann. Vísir/Anton Brink Á hátíðinni sé einnig að finna listamenn sem leggi áherslu á upplifun áhorfandans í gegnum hæglæti. Dæmi um listamenn á hátíðinni sem geri það sé Fischersund en þau verða með innsetningu á hátíðinni. Hátíðin er almennt ókeypis og inn á sýningar þeirra en nauðsynlegt er að skrá sig á nokkra viðburði og er greitt inn á tvo viðburði í ár. Annar þeirra er í Hvammsvík og hinn er kvöldverður fyrir listamenn. „Hátíðin stendur í tíu daga en sýningarnar standa flestar lengur,“ segir Daría Sól.
Myndlist Reykjavík Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Sjá meira