Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2025 10:35 Kanadíski sagnfræðingurinn Ryan Eyford. HÍ Kanadíski sagnfræðingurinn Ryan Eyford er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025. Verðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem brotið hefur blað með störfum sínum í þágu tungumála, menningar og þýðingastarfs. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Eyford hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sögu Nýja Íslands í Manitoba. „Bók hans White Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West (University of British Columbia Press, 2016) umbyltir viðteknum skoðunum fólks á sögu Nýja Íslands. Hún flytur lesendur úr goðsagnakenndri sýn á íslensku vesturfarana yfir í djúpstæðari skilning á þátttöku þeirra, sem og annarra evrópskra vesturfara, í landtöku-nýlendustefnu Kanada þess tíma. Í bókinni fjallar Eyford meðal annars um hlutskipti Cree-, Ojibwe- og Métis-frumbyggjanna við landtöku íslensku vesturfaranna og hvernig flókið og margþætt gangvirkið í þessari sögu við Winnipegvatn á 19. öld varpar ljósi á landtöku-nýlendustefnu á hinu alþjóðlega sviði. Sagan af íslensku vesturförunum í Kanada hefur þannig víðtæka þýðingu. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra munu afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 6. nóvember næstkomandi og mun Eyford flytja erindi af því tilefni. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar (starfrækt undir merkjum UNESCO) efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar,“ segir í tilkynningunni. Fyrri handhafar Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Asifa Majid (2024), sálfræðingur og málfræðingur, Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands; Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilnefnd af Vigdísarstofnun, og Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts, tilnefndur af menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni. Vigdís Finnbogadóttir Íslensk tunga Menning Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Eyford hljóti verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á sögu Nýja Íslands í Manitoba. „Bók hans White Settler Reserve: New Iceland and the Colonization of the Canadian West (University of British Columbia Press, 2016) umbyltir viðteknum skoðunum fólks á sögu Nýja Íslands. Hún flytur lesendur úr goðsagnakenndri sýn á íslensku vesturfarana yfir í djúpstæðari skilning á þátttöku þeirra, sem og annarra evrópskra vesturfara, í landtöku-nýlendustefnu Kanada þess tíma. Í bókinni fjallar Eyford meðal annars um hlutskipti Cree-, Ojibwe- og Métis-frumbyggjanna við landtöku íslensku vesturfaranna og hvernig flókið og margþætt gangvirkið í þessari sögu við Winnipegvatn á 19. öld varpar ljósi á landtöku-nýlendustefnu á hinu alþjóðlega sviði. Sagan af íslensku vesturförunum í Kanada hefur þannig víðtæka þýðingu. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra munu afhenda verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 6. nóvember næstkomandi og mun Eyford flytja erindi af því tilefni. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar (starfrækt undir merkjum UNESCO) efndu til Vigdísarverðlauna í tilefni af stórafmæli Vigdísar Finnbogadóttur vorið 2020, en þá voru jafnframt liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar,“ segir í tilkynningunni. Fyrri handhafar Fyrri handhafar Vigdísarverðlaunanna eru Asifa Majid (2024), sálfræðingur og málfræðingur, Anne Carson (2023), skáld og sérfræðingur í klassískum fræðum, Juergen Boos (2022), forstjóri Bókastefnunnar í Frankfurt, grænlenska ljóðskáldið og málvísindakonan Katti Frederiksen (2021), og færeyski málvísindamaðurinn, kennarinn og útgefandinn Jonhard Mikkelsen (2020). Í stjórn Vigdísarverðlauna frá 2022 sitja Rósa Signý Gísladóttir dósent í málvísindum (formaður stjórnar), tilnefnd af rektor Háskóla Íslands; Birna Bjarnadóttir, rannsóknasérfræðingur í bókmenntum, tilnefnd af Vigdísarstofnun, og Páll Valsson, rithöfundur og útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts, tilnefndur af menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, starfar með nefndinni.
Vigdís Finnbogadóttir Íslensk tunga Menning Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Sjá meira