Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið Kristján Hjálmarsson skrifar 14. október 2013 11:56 Framkvæmdir standa nú yfir við Þjóðleikhúsið. Mynd/Pjetur Framkvæmdir standa nú yfir við Þjóðleikhúsið en verið er að reisa leikmyndageymslu við austurhlið hússins. Að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, er geymsluaðstaða í leikhúsinu mjög lítil og sem dæmi nefnir hann að taka hafi þurft út leikmyndina í Dýrunum í Hálsaskógi fyrir fullu húsi. „Stundum eru þrjár til fjórar sýningar í gangi á hverjum tíma og þá lendum við í vandræðum með leikmyndirnar. Við höfum stundum þurft að búta þær niður í frumeindir. Það getur verið mjög dýrt," segir Ari. Fyrir nokkrum árum fékk Þjóðleikhúsið auka fjárveitingu til að kaupa Prentarahúsið svokallaða sem stendur fyrir ofan leikhúsið á Hverfisgötunni. Þá stóð til að reisa byggingu á millli húsanna tveggja, sem tengdi þau saman. Prentarahúsið var þó ekki til sölu á þeim tíma en var sett á sölu eftir hrun. Þá voru engir peningar til hjá ríkinu til að kaupa húsið. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið féllst hins vegar á að reisa þetta létta hús, bráðabirgðahús, sem mun auk pláss fyrir leikmyndir um helming. Síðan verður sett lyfta í húsið sem gengur niður í smíðaverkstæðið okkar," segir Ari. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum. Ari segir að Þjóðleikhúsið sé barns síns tíma enda hófst bygging þess á þriðja áratug síðustu aldar. „Við eigum von á að fyrsta áfanganum verði lokið um miðjan desember," segir Ari sem vonast til að húsið sjálft verði tekið í notkun næsta sumar. Að sögn Ara verður hægt að fjarlægja bygginguna ef þess þarf. Hún sé ekki steypt og límtrésbitar notaðir í burðarvirkinu. „Fagurfræðilega mun hún ekki skera í augun, þetta verður ekki ljót skemma sem er búið að klína utan í húsið," segir Ari. Þó skemman sé bráðabirðgahúsnæði gerir Ari ekki ráð fyrir að hún verði látin víkja í nánustu framtíð. „Við erum ekki að fara í aðrar byggingaframkvæmdir við Þjóðleikhúsið og því get ég trúað að skemman verði hér einhvern tíma." Ari segist ekki vita nákvæman kostnað við bygginguna en hann sé í kringum 100 milljónir króna. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við Þjóðleikhúsið en verið er að reisa leikmyndageymslu við austurhlið hússins. Að sögn Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, er geymsluaðstaða í leikhúsinu mjög lítil og sem dæmi nefnir hann að taka hafi þurft út leikmyndina í Dýrunum í Hálsaskógi fyrir fullu húsi. „Stundum eru þrjár til fjórar sýningar í gangi á hverjum tíma og þá lendum við í vandræðum með leikmyndirnar. Við höfum stundum þurft að búta þær niður í frumeindir. Það getur verið mjög dýrt," segir Ari. Fyrir nokkrum árum fékk Þjóðleikhúsið auka fjárveitingu til að kaupa Prentarahúsið svokallaða sem stendur fyrir ofan leikhúsið á Hverfisgötunni. Þá stóð til að reisa byggingu á millli húsanna tveggja, sem tengdi þau saman. Prentarahúsið var þó ekki til sölu á þeim tíma en var sett á sölu eftir hrun. Þá voru engir peningar til hjá ríkinu til að kaupa húsið. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið féllst hins vegar á að reisa þetta létta hús, bráðabirgðahús, sem mun auk pláss fyrir leikmyndir um helming. Síðan verður sett lyfta í húsið sem gengur niður í smíðaverkstæðið okkar," segir Ari. Verkið var boðið út í júní síðastliðnum. Ari segir að Þjóðleikhúsið sé barns síns tíma enda hófst bygging þess á þriðja áratug síðustu aldar. „Við eigum von á að fyrsta áfanganum verði lokið um miðjan desember," segir Ari sem vonast til að húsið sjálft verði tekið í notkun næsta sumar. Að sögn Ara verður hægt að fjarlægja bygginguna ef þess þarf. Hún sé ekki steypt og límtrésbitar notaðir í burðarvirkinu. „Fagurfræðilega mun hún ekki skera í augun, þetta verður ekki ljót skemma sem er búið að klína utan í húsið," segir Ari. Þó skemman sé bráðabirðgahúsnæði gerir Ari ekki ráð fyrir að hún verði látin víkja í nánustu framtíð. „Við erum ekki að fara í aðrar byggingaframkvæmdir við Þjóðleikhúsið og því get ég trúað að skemman verði hér einhvern tíma." Ari segist ekki vita nákvæman kostnað við bygginguna en hann sé í kringum 100 milljónir króna.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira