Django Unchained orðin tekjuhæsta mynd Tarantinos Freyr Bjarnason skrifar 31. janúar 2013 06:00 Django Unchained er vinsælasta mynd Quentins Tarantino í Norður-Ameríku. Django Unchained í leikstjórn Quentins Tarantino hefur hitt rækilega í mark síðan hún var frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og Kanada. Hún hefur núna tekið fram úr síðustu mynd hans, Inglourious Basterds, og er orðin tekjuhæsta mynd hans vestanhafs með aðsókn upp á tæpar 150 milljónir dollara. Hún hefur einnig verið vinsælasta mynd Íslands síðustu tvær vikur. Tarantino, sem verður fimmtugur í mars, getur því vel við unað enda hefur hann gert tvær myndir í röð sem hafa farið yfir 100 milljón dollara markið vestanhafs. Aðeins Pulp Fiction hefur einnig náð þessu eftirsótta marki. Fimmtán ár liðu á milli Pulp Fiction og næstu 100 milljón dollara myndar hans, Inglourious Basterds, sem er enn vinsælasta mynd hans á heimsvísu. Reyndar er aðeins tímaspursmál er hvenær Django Unchained siglir fram úr henni. Vinsældir Django eru merkilegar miðað við gagnrýnina sem Tarantino hefur fengið fyrir ofbeldið í henni, tíða notkun N-orðsins og hvernig þrælahaldið í Bandaríkjunum er túlkað. Django er dýrasta mynd Tarantinos og Inglourious Basterds kemur þar á eftir. Báðar hafa þær samt skilað framleiðendum sínum vænum fúlgum fjár. Pulp Fiction er aftur á móti sú Tarantino-mynd sem hefur skilað mestum hagnaði á ferli hans og ef verðbólga er tekin með í reikninginn er hún enn vinsælasta mynd hans með miðasölutekjur upp á 197 milljónir dollara. Death Proof, sem var hluti af bíótvennunni Grindhouse, er sú eina sem hefur komið út í tapi. Miðað við peningana sem Tarantino hefur búið til með síðustu myndum sínum ætti hann að geta gert það sem honum dettur í hug er hann hefst handa við sitt næsta verkefni. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir dyggan aðdáendahóp hans, sem fer sífellt stækkandi. Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Django Unchained í leikstjórn Quentins Tarantino hefur hitt rækilega í mark síðan hún var frumsýnd á jóladag í Bandaríkjunum og Kanada. Hún hefur núna tekið fram úr síðustu mynd hans, Inglourious Basterds, og er orðin tekjuhæsta mynd hans vestanhafs með aðsókn upp á tæpar 150 milljónir dollara. Hún hefur einnig verið vinsælasta mynd Íslands síðustu tvær vikur. Tarantino, sem verður fimmtugur í mars, getur því vel við unað enda hefur hann gert tvær myndir í röð sem hafa farið yfir 100 milljón dollara markið vestanhafs. Aðeins Pulp Fiction hefur einnig náð þessu eftirsótta marki. Fimmtán ár liðu á milli Pulp Fiction og næstu 100 milljón dollara myndar hans, Inglourious Basterds, sem er enn vinsælasta mynd hans á heimsvísu. Reyndar er aðeins tímaspursmál er hvenær Django Unchained siglir fram úr henni. Vinsældir Django eru merkilegar miðað við gagnrýnina sem Tarantino hefur fengið fyrir ofbeldið í henni, tíða notkun N-orðsins og hvernig þrælahaldið í Bandaríkjunum er túlkað. Django er dýrasta mynd Tarantinos og Inglourious Basterds kemur þar á eftir. Báðar hafa þær samt skilað framleiðendum sínum vænum fúlgum fjár. Pulp Fiction er aftur á móti sú Tarantino-mynd sem hefur skilað mestum hagnaði á ferli hans og ef verðbólga er tekin með í reikninginn er hún enn vinsælasta mynd hans með miðasölutekjur upp á 197 milljónir dollara. Death Proof, sem var hluti af bíótvennunni Grindhouse, er sú eina sem hefur komið út í tapi. Miðað við peningana sem Tarantino hefur búið til með síðustu myndum sínum ætti hann að geta gert það sem honum dettur í hug er hann hefst handa við sitt næsta verkefni. Það hljóta að teljast góð tíðindi fyrir dyggan aðdáendahóp hans, sem fer sífellt stækkandi.
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning