Mótvægi við poppið og rokkið og rólið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. desember 2013 11:00 Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson æfa alla daga fyrir tónleikana með aðstoð Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. Fréttablaðið/Daníel Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“ Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við hugsum þetta sem mótspil á móti öllu þessu poppi og rokki og róli sem allir eru að flytja á jólatónleikum,“ segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari, sem stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á sunnudaginn. Hann hefur fengið fleiri stórsöngvara í lið með sér því þau Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir stíga með honum á sviðið og hefja upp sína raust. Undir leikur fimmtíu manna sinfóníuhljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og fimmtíu kvenna kór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur verður einnig á sviðinu. „Mig langaði bara að vera trúr mínu,“ segir Kristján. „Að vísu teygjum við okkur eins langt og við getum í léttleikanum og fyrri hluti prógrammsins er það sem kallast léttklassík. Í seinni hlutanum erum við síðan að heiðra afmælisbörnin Wagner og Verdi.“ Kristján segist hafa valið með sér þá listamenn sem séu að hans dómi hvað fremstir í röð íslenskra söngvara. „Við eigum þrjá Metropolitan-söngvara og við verðum öll þarna ásamt henni Þóru sem mér finnst alveg frábær. Sigrún Eðvaldsdóttir er konsertmeistari hljómsveitarinnar sem er að mestu leyti skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og Guðmundur Óli hefur útsett talsvert af tónlistinni sem við flytjum og hefur verið okkar hægri hönd hvað tónlistina varðar.“ Kristján segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, nánast uppselt sé á tónleikana, en þó séu enn fáanlegir miðar. „Það er greinilegt að fólk sem elskar klassíkina hefur vantað svona tónleika,“ segir hann. „Við erum að æfa núna alla daga með henni Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara þannig að það er komin spenna í magann og ég hlakka mikið til þessara tónleika.“
Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira