Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 13:00 Fræbbblarnir 1981 "…og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Mynd: FH Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu. Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu.
Menning Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira