Skrifa fyrir sjálfa sig fimmtán ára Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 11:00 Kjartan Yngvi og Snæbjörn hafa unnið saman í þrjú og hálft ár og samvinnan skilaði þeim Íslensku barnabókaverðlaununum í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Draumsverð, önnur bókin í Þriggja heima sögu þeirra Snæbjörns Brynjarssonar og Kjartans Yngva Björnssonar, er komin út. Fyrsta bókin, Hrafnsauga, vakti mikla athygli og hlaut meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra. Draumsverð er beint framhald af Hrafnsauga, sömu persónur og sama saga heldur áfram,“ segir Kjartan Yngvi, beðinn að gera örlitla grein fyrir Draumsverði. „Þetta verður bókaflokkur sem óljóst er hversu langur verður, en allavega er ætlunin að klára þessa sögu.“ Draumsverð er doðrantur, 555 blaðsíður að lengd, og Kjartan Yngvi segir hana mun lengri en upphaflega hafi staðið til. „Hún átti að verða svipuð að stærð og Hrafnsauga, en svo var bara mikið að gerast og við þurftum að koma því til skila.“ Hvernig skiptið þið með ykkur verkum við skrifin? „Ég veit svo sem ekki hvort ég á að segja að það sé flókið eða einfalt,“ segir Kjartan Yngvi. „Við byrjum á því að setjast niður og tala okkur í gegnum söguþráðinn, hvað á að gerast og hvernig framvinda sögunnar á að vera. Það tekur nokkra fundi og þónokkrar klukkustundir. Síðan skiptum við hlutum bókarinnar á milli okkar, annar skrifar einn hlutann og hinn skrifar annan, síðan sendum við hlutana fram og til baka og endurskrifum og endurskrifum þangað til við erum orðnir sáttir við niðurstöðuna.“ Þannig að lesandinn hefur enga möguleika á að sjá hvor skrifar hvað? „Nei. Satt að segja erum við hættir að sjá það sjálfir,“ segir Kjartan Yngvi og glottir. Hvaðan kom þessi hugmynd? „Snæbjörn nálgaðist mig fyrir þónokkru síðan og vildi skrifa með mér bók eða bókaflokk. Í upphafi leit þetta reyndar allt öðruvísi út, en eins og gengur og gerist þróðaist hugmyndin með tíð og tíma. Núverandi hugmynd að flokknum er ekki nema sirka tveggja ára en það eru um það bil þrjú og hálft ár síðan samstarf okkar byrjaði. Við skrifum þessar bækur eiginlega til okkar sjálfra þegar við vorum fimmtán ára eða svo, þetta er það sem okkur fannst vanta þá.“ Kjartan Yngvi gefur ekki mikið fyrir þá kenningu að framrás fantasíunnar megi að einhverju leyti rekja til þess að Harry Potter-kynslóðin sé komin fram á ritvöllinn. „Nei, við vorum eiginlega á undan Harry Potter. Minn nördaferill hófst með Hringadróttinssögu sem ég las þegar ég var ellefu eða tólf ára og stendur enn yfir.“ Menning Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Draumsverð, önnur bókin í Þriggja heima sögu þeirra Snæbjörns Brynjarssonar og Kjartans Yngva Björnssonar, er komin út. Fyrsta bókin, Hrafnsauga, vakti mikla athygli og hlaut meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin í fyrra. Draumsverð er beint framhald af Hrafnsauga, sömu persónur og sama saga heldur áfram,“ segir Kjartan Yngvi, beðinn að gera örlitla grein fyrir Draumsverði. „Þetta verður bókaflokkur sem óljóst er hversu langur verður, en allavega er ætlunin að klára þessa sögu.“ Draumsverð er doðrantur, 555 blaðsíður að lengd, og Kjartan Yngvi segir hana mun lengri en upphaflega hafi staðið til. „Hún átti að verða svipuð að stærð og Hrafnsauga, en svo var bara mikið að gerast og við þurftum að koma því til skila.“ Hvernig skiptið þið með ykkur verkum við skrifin? „Ég veit svo sem ekki hvort ég á að segja að það sé flókið eða einfalt,“ segir Kjartan Yngvi. „Við byrjum á því að setjast niður og tala okkur í gegnum söguþráðinn, hvað á að gerast og hvernig framvinda sögunnar á að vera. Það tekur nokkra fundi og þónokkrar klukkustundir. Síðan skiptum við hlutum bókarinnar á milli okkar, annar skrifar einn hlutann og hinn skrifar annan, síðan sendum við hlutana fram og til baka og endurskrifum og endurskrifum þangað til við erum orðnir sáttir við niðurstöðuna.“ Þannig að lesandinn hefur enga möguleika á að sjá hvor skrifar hvað? „Nei. Satt að segja erum við hættir að sjá það sjálfir,“ segir Kjartan Yngvi og glottir. Hvaðan kom þessi hugmynd? „Snæbjörn nálgaðist mig fyrir þónokkru síðan og vildi skrifa með mér bók eða bókaflokk. Í upphafi leit þetta reyndar allt öðruvísi út, en eins og gengur og gerist þróðaist hugmyndin með tíð og tíma. Núverandi hugmynd að flokknum er ekki nema sirka tveggja ára en það eru um það bil þrjú og hálft ár síðan samstarf okkar byrjaði. Við skrifum þessar bækur eiginlega til okkar sjálfra þegar við vorum fimmtán ára eða svo, þetta er það sem okkur fannst vanta þá.“ Kjartan Yngvi gefur ekki mikið fyrir þá kenningu að framrás fantasíunnar megi að einhverju leyti rekja til þess að Harry Potter-kynslóðin sé komin fram á ritvöllinn. „Nei, við vorum eiginlega á undan Harry Potter. Minn nördaferill hófst með Hringadróttinssögu sem ég las þegar ég var ellefu eða tólf ára og stendur enn yfir.“
Menning Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira