Bjóða útlendar IP tölur sem nota má til að hala niður frá efnisveitum Valur Grettisson skrifar 25. október 2013 08:00 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka rétthafa myndefnis á Íslandi. Fréttablaðið/Anton „Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Á Lúxusnetinu fær viðskiptavinur erlenda IP tölu sem þýðir að hann á þess kost að komast inn á erlendar síður sem eru lokaðar fyrir IP tölum frá öðrum ríkjum,“ segir í skriflegu svari framkvæmdastjóra símafyrirtækisins Tals til Fréttablaðsins. Fyrirtækið býður upp á svokallað Lúxusnet Tals sem gerir viðskiptavinum kleift að nálgast efnisveitur eins og Netflix og Hulu hér á landi. Samtök myndréttarhafa á Íslandi, Smáís, segja þjónustuna klárt brot á lögum um höfundarrétt. Þjónustan snýst um að útvega íslenskum viðskiptavinum erlendar IP tölur. Ef viðkomandi er með íslenska IP tölu þá getur hann ekki nálgast þjónustu Netflix og Hulu, sem eru erlendar efnisveitur og bjóða upp á kvikmyndir og þætti. Ástæðan fyrir því að ekki er hægt að nálgast slíkar efnisveitur vegna laga um höfundarrétt. Í svari framkvæmdastjóra Tals, Petreu Ingileifar Guðmundsdóttur, segir að Tal bjóði aðeins upp á tæknilegar lausnir svo viðskiptavinir geti nálgast veiturnar. „Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar,“ segir Petra og varpar þannig ábyrgðinni af fyrirtækinu. „Þessi rök halda ekki, hvorki siðferðislega né lagalega að okkar mati. Í raun eru þetta nákvæmlega sömu röksemdarfærslurnar og við heyrum varðandi torrent-síðurnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, um þjónustu Tals. „Við munum að sjálfsögðu reyna að komast í samband við Tal vegna þessa,“ segir Snæbjörn en aðspurður hvort það komi til greina að kæra fyrirtækið til lögreglu svarar hann: „Það er alltaf síðasta úrræðið.“ Aðspurð hvort neytendur verði varaðir sérstaklega við því að þeir séu að brjóta lög bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, með því að gerast áskrifandi að Netflix og Hulu, svarar Petrea: „Með aðgengi að efnisveitum eins og Hulu og Netflix eru viðskiptavinir að gera samning við þessa aðila og greiða fyrir það.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira