Búinn að rasa út Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2013 15:00 Jón Þór Ólafsson, alþingismaður og formaður Pírata, segist vera "minnarkisti“ en ekki anarkisti. Hann breytist í órangútan um helgar.Þegar ég æfði fimleika var ég svo stirðbusalegur að ég gat aldrei farið í spíkat. Því hef ég heldur aldrei komist í lótusstellinguna,“ segir Jón Þór sem byrjar helgarfríið á hugleiðslu, eins og flesta aðra daga. „Hugleiðsla gefur mér frið, sátt og hjálp við að fara ekki á hraðferð í gegnum lífið. Hún gerir mann einnig víðsýnni svo maður taki betur eftir heildarmyndinni.“ Jón Þór segist í seinni tíð vera orðinn heimakær um helgar og að hann haldi hvíldardaginn heilagan. „Ég er búinn að rasa út og hljóp af mér hornin um allan heim á þrítugsaldrinum. Þá ferðaðist ég mikið; fór landleiðina frá Katmandú til Kaíró í gegnum Indland, Pakistan, Sýrland og Jórdaníu, Indókínahringinn, til Perú og drap niður fæti hér og þar í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég vann alltaf í malbiki á sumrin og þénaði svo vel að sumarhýran dugði til langra ferðalaga á veturna enda krónan mun sterkari þá, sem öllu munaði,“ segir Jón Þór sem ungur smitaðist af ferðabakteríunni. „Á ferðalögunum þóttist ég reyna að finna sjálfan mig en áttaði mig á að maður finnur sig ekki úti í heimi frekar en heima. Maður hittir fyrir sjálfan sig í sér sjálfum. Ég lærði þó að hugleiða sem nýtist mér enn í dag,“ segir Jón Þór brosmildur. Stærsta áhugamál Jóns Þórs er að rækta garðinn sinn og fjölskyldunnar. Eiginkona Jóns Þórs er Zarela Castro auglýsingahönnuður og saman eiga þau þriggja ára dóttur og eins árs son. „Ég fann konuna mína óvænt á internetinu þar sem við spjölluðum saman. Ég var þá alltaf á flakki og ákvað að heimsækja hana í heimalandinu Perú þar sem er sumar þegar hér er vetur. Þá fór svona rosalega vel á með okkur og þegar ég kom aftur út til að vera í sjö mánuði gengum við í hjónaband,“ segir Jón Þór og tekur fram að Zarela kunni betur við kuldann á Íslandi en hann sjálfur sem sé heitsækinn og þrái sól. „Eftir argaþras vikunnar finnst mér gott að hafa það rólegt heima við og þá höngum við saman eins og órangútanar; förum á róló með börnin, röltum um miðbæinn og tyllum okkur á kaffihús.“ Jón Þór kynntist eiginkonu sinni á netinu og varð ástfanginn þegar hann heimsótti hana í Perú.Jón Þór hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á Alþingi þar sem hann hefur meðal annars sett sig upp á móti rótgrónum hefðum. "Ég er lítið fyrir hefðir og storka og pönkast í hinu hefðbundna. Ég er meira fyrir góða hluti sem virka,“ segir Jón Þór og þvertekur fyrir að vera stjórnleysingi. "Ég er ekki anarkisti. Ég er minnarkisti. Ég er varkár þegar kemur að ríkisvaldi því löggjöf er í eðli sínu ofbeldi og þvingar fram vilja ríkisvaldsins, hvort sem það er til góðs eða ills. Flestir eru sammála um löggjöf gegn ofbeldi á líkama fólks en eigum við að lögleiða siðferði sem býr til glæp þar sem ekkert er fórnarlambið?“ veltir Jón Þór fyrir sér og kann vel við sig á þingi. "Þar er skemmtilegra en ég hélt og á Alþingi fer fram heimspeki "in action“. Á nefndarfundum er gaman að verða vitni að rökum og réttlætingu sem þingmenn kalla eftir fyrir málstað sínum og sjá þá nota það sem púður í þingsal.“ Vinnufélagana segir hann skemmtilega. "Ég er ekki á þingi til að eignast vini. Maður hefur oft heyrt fleygt að meðvirkni sé landlæg á Alþingi og hvorki gott fyrir kjósendur né málstaðinn að þingmenn séu meðvirkir hver með öðrum,“ segir Jón Þór sem ætlaði sér aldrei á þing. "Ég fór fram fyrir Pírata vegna þess að ég las grunnstefnu um grunnréttindi einstaklinga og þar hefur hjarta mitt alltaf slegið. Ég vil standa vörð um rétt einstaklinga til að koma að ákvörðunum sem þá varðar og í forgangi núna er sá réttur fólks að fá réttláta málsmeðferð þegar kemur að þeirra stærstu eign, sem er húsnæði þeirra. Þar er réttur lántakenda fótum troðinn og á meðan vafi leikur á lögmæti lána vil ég tryggja að húseigendum sé ekki vísað út af heimili sínu og að fólk geti fengið endurupptöku og skaðabætur reynist lánin á endanum ólögleg.“ Jón Þór hyggst ekki fara fram í næstu kosningum. "Ef Ásta Helgadóttir, varaþingmaður minn, ákveður að halda áfram þingstörfum ætla ég að stíga til hliðar, jafnvel eftir tvö ár. Við verðum að fara inn í næstu kosningar með þingmenn sem hafa reynslu og halda áfram vegferð okkar um gegnsæi, beint lýðræði og friðhelgi einkalífsins. Birgitta fer ekki heldur fram því hún er þeirrar skoðunar að þingmenn eigi ekki að sitja lengur en átta ár. Ég er henni sammála því menn verða óskaplega fastsetnir eftir átta ár á þingi; það sér maður skýrt á Alþingi hjá þingmönnum með langan starfsaldur,“ segir Jón Þór, sem kveðst aðeins á þingi til að ná fram markmiðum Pírata. "Ég er góður í að koma að verkefnum í upphafi, ná utan um heildarsýn, safna saman þekkingu og verkefnum og gera það aðgengilegt fyrir aðra og þar með sjálfan mig óþarfan. Alþingi er rétti vettvangurinn til þess.“ Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, alþingismaður og formaður Pírata, segist vera "minnarkisti“ en ekki anarkisti. Hann breytist í órangútan um helgar.Þegar ég æfði fimleika var ég svo stirðbusalegur að ég gat aldrei farið í spíkat. Því hef ég heldur aldrei komist í lótusstellinguna,“ segir Jón Þór sem byrjar helgarfríið á hugleiðslu, eins og flesta aðra daga. „Hugleiðsla gefur mér frið, sátt og hjálp við að fara ekki á hraðferð í gegnum lífið. Hún gerir mann einnig víðsýnni svo maður taki betur eftir heildarmyndinni.“ Jón Þór segist í seinni tíð vera orðinn heimakær um helgar og að hann haldi hvíldardaginn heilagan. „Ég er búinn að rasa út og hljóp af mér hornin um allan heim á þrítugsaldrinum. Þá ferðaðist ég mikið; fór landleiðina frá Katmandú til Kaíró í gegnum Indland, Pakistan, Sýrland og Jórdaníu, Indókínahringinn, til Perú og drap niður fæti hér og þar í Bandaríkjunum og Evrópu. Ég vann alltaf í malbiki á sumrin og þénaði svo vel að sumarhýran dugði til langra ferðalaga á veturna enda krónan mun sterkari þá, sem öllu munaði,“ segir Jón Þór sem ungur smitaðist af ferðabakteríunni. „Á ferðalögunum þóttist ég reyna að finna sjálfan mig en áttaði mig á að maður finnur sig ekki úti í heimi frekar en heima. Maður hittir fyrir sjálfan sig í sér sjálfum. Ég lærði þó að hugleiða sem nýtist mér enn í dag,“ segir Jón Þór brosmildur. Stærsta áhugamál Jóns Þórs er að rækta garðinn sinn og fjölskyldunnar. Eiginkona Jóns Þórs er Zarela Castro auglýsingahönnuður og saman eiga þau þriggja ára dóttur og eins árs son. „Ég fann konuna mína óvænt á internetinu þar sem við spjölluðum saman. Ég var þá alltaf á flakki og ákvað að heimsækja hana í heimalandinu Perú þar sem er sumar þegar hér er vetur. Þá fór svona rosalega vel á með okkur og þegar ég kom aftur út til að vera í sjö mánuði gengum við í hjónaband,“ segir Jón Þór og tekur fram að Zarela kunni betur við kuldann á Íslandi en hann sjálfur sem sé heitsækinn og þrái sól. „Eftir argaþras vikunnar finnst mér gott að hafa það rólegt heima við og þá höngum við saman eins og órangútanar; förum á róló með börnin, röltum um miðbæinn og tyllum okkur á kaffihús.“ Jón Þór kynntist eiginkonu sinni á netinu og varð ástfanginn þegar hann heimsótti hana í Perú.Jón Þór hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á Alþingi þar sem hann hefur meðal annars sett sig upp á móti rótgrónum hefðum. "Ég er lítið fyrir hefðir og storka og pönkast í hinu hefðbundna. Ég er meira fyrir góða hluti sem virka,“ segir Jón Þór og þvertekur fyrir að vera stjórnleysingi. "Ég er ekki anarkisti. Ég er minnarkisti. Ég er varkár þegar kemur að ríkisvaldi því löggjöf er í eðli sínu ofbeldi og þvingar fram vilja ríkisvaldsins, hvort sem það er til góðs eða ills. Flestir eru sammála um löggjöf gegn ofbeldi á líkama fólks en eigum við að lögleiða siðferði sem býr til glæp þar sem ekkert er fórnarlambið?“ veltir Jón Þór fyrir sér og kann vel við sig á þingi. "Þar er skemmtilegra en ég hélt og á Alþingi fer fram heimspeki "in action“. Á nefndarfundum er gaman að verða vitni að rökum og réttlætingu sem þingmenn kalla eftir fyrir málstað sínum og sjá þá nota það sem púður í þingsal.“ Vinnufélagana segir hann skemmtilega. "Ég er ekki á þingi til að eignast vini. Maður hefur oft heyrt fleygt að meðvirkni sé landlæg á Alþingi og hvorki gott fyrir kjósendur né málstaðinn að þingmenn séu meðvirkir hver með öðrum,“ segir Jón Þór sem ætlaði sér aldrei á þing. "Ég fór fram fyrir Pírata vegna þess að ég las grunnstefnu um grunnréttindi einstaklinga og þar hefur hjarta mitt alltaf slegið. Ég vil standa vörð um rétt einstaklinga til að koma að ákvörðunum sem þá varðar og í forgangi núna er sá réttur fólks að fá réttláta málsmeðferð þegar kemur að þeirra stærstu eign, sem er húsnæði þeirra. Þar er réttur lántakenda fótum troðinn og á meðan vafi leikur á lögmæti lána vil ég tryggja að húseigendum sé ekki vísað út af heimili sínu og að fólk geti fengið endurupptöku og skaðabætur reynist lánin á endanum ólögleg.“ Jón Þór hyggst ekki fara fram í næstu kosningum. "Ef Ásta Helgadóttir, varaþingmaður minn, ákveður að halda áfram þingstörfum ætla ég að stíga til hliðar, jafnvel eftir tvö ár. Við verðum að fara inn í næstu kosningar með þingmenn sem hafa reynslu og halda áfram vegferð okkar um gegnsæi, beint lýðræði og friðhelgi einkalífsins. Birgitta fer ekki heldur fram því hún er þeirrar skoðunar að þingmenn eigi ekki að sitja lengur en átta ár. Ég er henni sammála því menn verða óskaplega fastsetnir eftir átta ár á þingi; það sér maður skýrt á Alþingi hjá þingmönnum með langan starfsaldur,“ segir Jón Þór, sem kveðst aðeins á þingi til að ná fram markmiðum Pírata. "Ég er góður í að koma að verkefnum í upphafi, ná utan um heildarsýn, safna saman þekkingu og verkefnum og gera það aðgengilegt fyrir aðra og þar með sjálfan mig óþarfan. Alþingi er rétti vettvangurinn til þess.“
Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira