Steingrímur enginn aftursætisbílstjóri Höskuldur Kári Schram skrifar 12. október 2013 11:00 Katrín hefur gagnrýnt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í síðustu viku. Hún segir miður að horfið sér frá blandaðri leið tekjuöflunar og niðurskurðar sem síðasta ríkisstjórn lagði áherslu á og telur að forgangsröðunin í frumvarpinu sé ekki rétt. „Það er fallið frá mikilvægum tekjustofnum. Sérstöku veiðigjaldi, hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu, auðlegðarskatti og orkuskatti og það er strax ráðist í skattalækkun á millitekjuþrepi. Við metum það hreinlega þannig að það sé ekki tímabært að falla frá þessum tekjustofnum,“ segir Katrín. Hún segir að ekki sé svigrúm til frekari niðurskurðar í heilbrigðis-og menntamálum. Nú þurfi tími uppbyggingar að taka við. „Markmiðið á að vera hallalaus fjárlög. Ég held að allir séu sammála um það. Við erum bara ekki sammála um leiðirnar að því markmiði. Þar horfðum við á þessa blönduðu leið tekjuöflunar og niðurskurðar og sjálfsagt eru einhverjar frekari leiðir eftir til hagræðingar. Ég held líka að menn séu ekki alveg á eitt sáttir um það hvernig við skilgreinum þessa grunnþjónustu og það er eitthvað sem við eigum eftir að taka umræðu um á þinginu.Einkavæðing heilbrigðiskerfisins Katrín óttast að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Það má lesa út úr fjárlagafrumvarpinu ákveðnar áherslur sem birtast t.a.m. í stefnuplagginu þar sem mikil áhersla er lögð á breytt rekstrarform, bæði í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi. Þarna er einkavæðingastefnan komin mjög sterk inn þó að ekki sé búið að segja það beinlínis hvernig nákvæmlega eigi að standa að því.“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lýst því yfir að hann vilji skoða breytt rekstrarform þegar kemur að heilsugæslunni. Hann hefur hins vegar hafnað því að það standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið almennt. Katrín segir að kalla verið hlutina réttum nöfnum. „Hvað kallar maður almenna einkavæðingu? Er það ekki þegar einkaaðilar taka að sér rekstur. Fá fastan þjónustusamning frá ríkinu og geta jafnvel farið að greiða sér arð út úr þeirri grunnþjónustu. Fólk er að þvæla málum þegar það segir að þetta sé ekki einkavæðing. Hvað köllum við það þegar við felum einkaaðila að sjá um grunnþjónustu og gerum honum jafnvel kleift að hagnast á þeirri þjónstu?“Menntamál á rangri leið Katrín hefur áhyggjur af stöðu menntamála og segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með áherslur ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur á sig mestan niðurskurð af öllum ráðuneytum í fjárlagafrumvarpinu. Það er 2,3 prósenta niðurskurður. Það er verið að taka stórar fjárhæðir út úr kerfinu. Það er t.d. verið að taka 650 milljónir út úr framhaldsskólakerfinu. Á síðasta þingi ræddum við það oft í þingsal og þingmenn allra flokka voru sammála um að þarna yrði ekki gengið lengra. Í frumvarpinu er verið að fella burt fjárhæðir úr skólaþróun, innleiðingu nýrrar menntastefnu. Það er verið að taka burt liði sem eru mjög mikilvægir fyrir skólana og þeir eru ekki að fá neina aukningu í sinn grunn.“ Katrín segir að sama gildi um háskólastigið þegar kemur að framlögum á hvern nemenda. „Við erum fyrir neðan OECD meðaltal í framlögum á nemenda. Samt er fólk alltaf að kalla eftir aukinni hagræðingu á háskólastigi. Ég held að fólk átti sig ekki á því að við erum í raun að fá mjög mikið fyrir lítið á háskólastigi af því framlögin eru mjög lág á Íslandi,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir ennfremur skerðingar á framlögum til rannsókna og nýsköpunar. „Þetta var auðvitað hluti af okkar fjárfestingaráætlun og hún miðaðist við fjölbreytta fjárfestingu í rannsóknum, nýsköpun, skapandi greinum, byggingaframkvæmdum og samgönguframkvæmdum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta því þetta er eitt af því sem við höfum verið dálítið sammála um í pólitíkinni að það þurfi að efla samkeppnissjóði á þessu svið. Úthlutunarhlutfall í rannsóknarsjóði var komið niður í 11%. Ásættanlegt er kannski 20%,“ segir Katrín. „Það þarf að hefja uppbyggingarstarf í menntakerfinu og það eru að sjálfsögðu leiðir til þess að efla gæði íslenska menntakerfisins. Ég held að það hefði verið mjög mikilvægt að fara í það starf. Við t.a.m. frestuðum innleiðingu nýrrar framhaldsskólalaga. Gáfum skólunum meiri tíma til þess að vinna nýjar námsbrautir og þau eiga að koma til framkvæmda 2015. Ég held að það sé umhugsunarefni þegar búið er að taka í burt alla fjármuni sem áttu að fara í þetta hvert menn eru að stefna með framhaldsskólana og það sama má segja um háskólastigið sem er orðið mjög aðþrengt. Mín skoðun er sú að besta fjárfesting nokkurrar þjóðar sé í menntun og rannsóknum. Það er ekki bara mín skoðun. Ég byggi það á staðreyndum þegar við horfum á hvernig þeim ríkjum farnast sem fjárfesta í menntun og rannsóknum þá er það nánast beintengt við hagsæld þeirra ríkja.“Fjárfestingaráætlun ekki byggð á sandi Katrín vísar bug þeirri gagnrýni að fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnari hafi verið illa fjármögnuð og byggð á sandi. „Hugsunin var að nýta tiltekna tekjustofna til að fjármagna [fjárfestingaráætlunina]. Það er ekki hægt að segja að þessir tekjustofnar hafi verið loftkastalar þegar núverandi ríkisstjórn beinlínis ákveður að fella niður sérstaka veiðigjaldið og segir að það hafi verið óframkvæmanlegt. Það sem við segjum á móti, já það voru ákveðnir hnökrar í framkvæmdinni. Við lögðum fram breytingartillögu á sumarþingi um það hvernig mætti koma til móts við þá. Þær breytingartilllögur hefðu skert tekjur ríkissins um nokkur hundruð milljónir en í staðinn er þessum tekjustofni upp á tíu milljarða á þessu ári og því næsta kastað út. Það er auðvitað ábyrgðarhluti. Það gengur ekki að koma hér fram og segja að áætlunin hafi ekki verið fjármögnuð þegar búið er að taka í burtu stóran hluta tekjustofna. Vissulega er það rétt að það ríkti mikil óvissa um sölu ríkiseigna í þessari tekjuöflun en aðrir hlutar hafa verið að skila sér,“ segir Katrín.Afturför í umhverfismálum Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra, hefur lýst því yfir að hann ætli endurskoða rammaáætlun og afturkalla ný lög um náttúruvernd. Katrín segir að í þessu felist mikill afturför. „Það var mikil vinna lögð í þessi lög um náttúruvernd sem var byggð á hvítbók um náttúruvernd sem var kynnt um land allt. Það sem fólk áttir sig kannski ekki alveg á í þessari umræðu er að frumvarpið tók miklum breytingum þegar það var í vinnslu og það tók líka breytingum á þinginu. Það var komið til móts við þá gagnrýni sem hafði verið lögð fram t.a.m af þeim sem vilja fara um hálendið á vélknúnum ökutækjum og þeim sem fannst of mikil áhersla lögð á að sporna gegn ágengum tegundum og fleiru. Þannig að það var mjög margt gott í þessari löggjöf.“ Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða var samþykkt á Alþingi í byrun árs í mikilli ósátt við núverandi stjórnarflokka. Nú stendur til að endurskoða þessa áætlun og eiga tillögur að nýrri áætlun að liggja fyrir næsta vor. Katrín telur ekki raunhæft að vinna tillögur að nýrra áætlun á svona stuttum tíma. „Við höfum alltaf lagt áherslu á það í minni hreyfingu að rammaáætlun sé þessi vettvangur þar sem hægt er að ná sátt um verndun og nýtingu. Það þýðir að rammaáætlunin sem var samþykkt á þinginu er ekki endilega draumaáætlun mín. Ég sé ekki þá þörf að virkja öll þau svæði sem þar eru sett í nýtingarflokk og hefði viljað sjá miklu meira fara upp í verndarflokk. Þetta var málamiðlum. Ég hefði viljað sjá meiri frið um vinnulag og að menn væru ekki að ýta eftir því að fá fleiri kosti inn í nýtingarflokk sem væntanlega knýr þennan hraða sem nú er búið að setja í þessa vinnu.“Aftursætisbílstjórar í VG Katrín tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni stofnanda flokksins í febrúarmánuði síðastliðnum. Aðspurð hvort að Steingrímur vilji enn stjórna flokknum eins og aftursætisbílstjóra sé siður segir hún svo ekki vera. „Nei hann er ekki aftursætisbílstjóri. Við erum ólík. Saga mín í þessum flokki er allt önnur en saga Steingríms sem auðvitað stofnað flokkinn og er órjúfanlegur hluti af honum. Þannig að við erum ólíkir formenn en Steingrímur er ekkert meiri aftursætisbílstjóri en aðrir flokksmenn. Hins veru eru nánast allir félagar í VG nokkurs konar aftursætisbílstjórar,“ segir Katrín og hlær. Viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira
Katrín hefur gagnrýnt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í síðustu viku. Hún segir miður að horfið sér frá blandaðri leið tekjuöflunar og niðurskurðar sem síðasta ríkisstjórn lagði áherslu á og telur að forgangsröðunin í frumvarpinu sé ekki rétt. „Það er fallið frá mikilvægum tekjustofnum. Sérstöku veiðigjaldi, hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu, auðlegðarskatti og orkuskatti og það er strax ráðist í skattalækkun á millitekjuþrepi. Við metum það hreinlega þannig að það sé ekki tímabært að falla frá þessum tekjustofnum,“ segir Katrín. Hún segir að ekki sé svigrúm til frekari niðurskurðar í heilbrigðis-og menntamálum. Nú þurfi tími uppbyggingar að taka við. „Markmiðið á að vera hallalaus fjárlög. Ég held að allir séu sammála um það. Við erum bara ekki sammála um leiðirnar að því markmiði. Þar horfðum við á þessa blönduðu leið tekjuöflunar og niðurskurðar og sjálfsagt eru einhverjar frekari leiðir eftir til hagræðingar. Ég held líka að menn séu ekki alveg á eitt sáttir um það hvernig við skilgreinum þessa grunnþjónustu og það er eitthvað sem við eigum eftir að taka umræðu um á þinginu.Einkavæðing heilbrigðiskerfisins Katrín óttast að ríkisstjórnin ætli að beita sér fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Það má lesa út úr fjárlagafrumvarpinu ákveðnar áherslur sem birtast t.a.m. í stefnuplagginu þar sem mikil áhersla er lögð á breytt rekstrarform, bæði í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi. Þarna er einkavæðingastefnan komin mjög sterk inn þó að ekki sé búið að segja það beinlínis hvernig nákvæmlega eigi að standa að því.“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lýst því yfir að hann vilji skoða breytt rekstrarform þegar kemur að heilsugæslunni. Hann hefur hins vegar hafnað því að það standi til að einkavæða heilbrigðiskerfið almennt. Katrín segir að kalla verið hlutina réttum nöfnum. „Hvað kallar maður almenna einkavæðingu? Er það ekki þegar einkaaðilar taka að sér rekstur. Fá fastan þjónustusamning frá ríkinu og geta jafnvel farið að greiða sér arð út úr þeirri grunnþjónustu. Fólk er að þvæla málum þegar það segir að þetta sé ekki einkavæðing. Hvað köllum við það þegar við felum einkaaðila að sjá um grunnþjónustu og gerum honum jafnvel kleift að hagnast á þeirri þjónstu?“Menntamál á rangri leið Katrín hefur áhyggjur af stöðu menntamála og segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með áherslur ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki. „Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur á sig mestan niðurskurð af öllum ráðuneytum í fjárlagafrumvarpinu. Það er 2,3 prósenta niðurskurður. Það er verið að taka stórar fjárhæðir út úr kerfinu. Það er t.d. verið að taka 650 milljónir út úr framhaldsskólakerfinu. Á síðasta þingi ræddum við það oft í þingsal og þingmenn allra flokka voru sammála um að þarna yrði ekki gengið lengra. Í frumvarpinu er verið að fella burt fjárhæðir úr skólaþróun, innleiðingu nýrrar menntastefnu. Það er verið að taka burt liði sem eru mjög mikilvægir fyrir skólana og þeir eru ekki að fá neina aukningu í sinn grunn.“ Katrín segir að sama gildi um háskólastigið þegar kemur að framlögum á hvern nemenda. „Við erum fyrir neðan OECD meðaltal í framlögum á nemenda. Samt er fólk alltaf að kalla eftir aukinni hagræðingu á háskólastigi. Ég held að fólk átti sig ekki á því að við erum í raun að fá mjög mikið fyrir lítið á háskólastigi af því framlögin eru mjög lág á Íslandi,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir ennfremur skerðingar á framlögum til rannsókna og nýsköpunar. „Þetta var auðvitað hluti af okkar fjárfestingaráætlun og hún miðaðist við fjölbreytta fjárfestingu í rannsóknum, nýsköpun, skapandi greinum, byggingaframkvæmdum og samgönguframkvæmdum. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þetta því þetta er eitt af því sem við höfum verið dálítið sammála um í pólitíkinni að það þurfi að efla samkeppnissjóði á þessu svið. Úthlutunarhlutfall í rannsóknarsjóði var komið niður í 11%. Ásættanlegt er kannski 20%,“ segir Katrín. „Það þarf að hefja uppbyggingarstarf í menntakerfinu og það eru að sjálfsögðu leiðir til þess að efla gæði íslenska menntakerfisins. Ég held að það hefði verið mjög mikilvægt að fara í það starf. Við t.a.m. frestuðum innleiðingu nýrrar framhaldsskólalaga. Gáfum skólunum meiri tíma til þess að vinna nýjar námsbrautir og þau eiga að koma til framkvæmda 2015. Ég held að það sé umhugsunarefni þegar búið er að taka í burt alla fjármuni sem áttu að fara í þetta hvert menn eru að stefna með framhaldsskólana og það sama má segja um háskólastigið sem er orðið mjög aðþrengt. Mín skoðun er sú að besta fjárfesting nokkurrar þjóðar sé í menntun og rannsóknum. Það er ekki bara mín skoðun. Ég byggi það á staðreyndum þegar við horfum á hvernig þeim ríkjum farnast sem fjárfesta í menntun og rannsóknum þá er það nánast beintengt við hagsæld þeirra ríkja.“Fjárfestingaráætlun ekki byggð á sandi Katrín vísar bug þeirri gagnrýni að fjárfestingaráætlun síðustu ríkisstjórnari hafi verið illa fjármögnuð og byggð á sandi. „Hugsunin var að nýta tiltekna tekjustofna til að fjármagna [fjárfestingaráætlunina]. Það er ekki hægt að segja að þessir tekjustofnar hafi verið loftkastalar þegar núverandi ríkisstjórn beinlínis ákveður að fella niður sérstaka veiðigjaldið og segir að það hafi verið óframkvæmanlegt. Það sem við segjum á móti, já það voru ákveðnir hnökrar í framkvæmdinni. Við lögðum fram breytingartillögu á sumarþingi um það hvernig mætti koma til móts við þá. Þær breytingartilllögur hefðu skert tekjur ríkissins um nokkur hundruð milljónir en í staðinn er þessum tekjustofni upp á tíu milljarða á þessu ári og því næsta kastað út. Það er auðvitað ábyrgðarhluti. Það gengur ekki að koma hér fram og segja að áætlunin hafi ekki verið fjármögnuð þegar búið er að taka í burtu stóran hluta tekjustofna. Vissulega er það rétt að það ríkti mikil óvissa um sölu ríkiseigna í þessari tekjuöflun en aðrir hlutar hafa verið að skila sér,“ segir Katrín.Afturför í umhverfismálum Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra, hefur lýst því yfir að hann ætli endurskoða rammaáætlun og afturkalla ný lög um náttúruvernd. Katrín segir að í þessu felist mikill afturför. „Það var mikil vinna lögð í þessi lög um náttúruvernd sem var byggð á hvítbók um náttúruvernd sem var kynnt um land allt. Það sem fólk áttir sig kannski ekki alveg á í þessari umræðu er að frumvarpið tók miklum breytingum þegar það var í vinnslu og það tók líka breytingum á þinginu. Það var komið til móts við þá gagnrýni sem hafði verið lögð fram t.a.m af þeim sem vilja fara um hálendið á vélknúnum ökutækjum og þeim sem fannst of mikil áhersla lögð á að sporna gegn ágengum tegundum og fleiru. Þannig að það var mjög margt gott í þessari löggjöf.“ Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða var samþykkt á Alþingi í byrun árs í mikilli ósátt við núverandi stjórnarflokka. Nú stendur til að endurskoða þessa áætlun og eiga tillögur að nýrri áætlun að liggja fyrir næsta vor. Katrín telur ekki raunhæft að vinna tillögur að nýrra áætlun á svona stuttum tíma. „Við höfum alltaf lagt áherslu á það í minni hreyfingu að rammaáætlun sé þessi vettvangur þar sem hægt er að ná sátt um verndun og nýtingu. Það þýðir að rammaáætlunin sem var samþykkt á þinginu er ekki endilega draumaáætlun mín. Ég sé ekki þá þörf að virkja öll þau svæði sem þar eru sett í nýtingarflokk og hefði viljað sjá miklu meira fara upp í verndarflokk. Þetta var málamiðlum. Ég hefði viljað sjá meiri frið um vinnulag og að menn væru ekki að ýta eftir því að fá fleiri kosti inn í nýtingarflokk sem væntanlega knýr þennan hraða sem nú er búið að setja í þessa vinnu.“Aftursætisbílstjórar í VG Katrín tók við formennsku af Steingrími J. Sigfússyni stofnanda flokksins í febrúarmánuði síðastliðnum. Aðspurð hvort að Steingrímur vilji enn stjórna flokknum eins og aftursætisbílstjóra sé siður segir hún svo ekki vera. „Nei hann er ekki aftursætisbílstjóri. Við erum ólík. Saga mín í þessum flokki er allt önnur en saga Steingríms sem auðvitað stofnað flokkinn og er órjúfanlegur hluti af honum. Þannig að við erum ólíkir formenn en Steingrímur er ekkert meiri aftursætisbílstjóri en aðrir flokksmenn. Hins veru eru nánast allir félagar í VG nokkurs konar aftursætisbílstjórar,“ segir Katrín og hlær. Viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á www.vísir.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sjá meira