Hjaltalín spilar tónlist við þögla mynd 20. september 2013 08:45 Högni Egilsson og félagar í Hjaltalín sömdu tónlistina sem hljómar í Days of Gray. fréttablaðið/stefán Íslensk-bandaríska kvikmyndin Days of Gray verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, þann 4. október næstkomandi. Saga Film framleiddi myndina, sem var tekin upp hér á landi. Hún er þögul og var það Hjaltalín sem samdi tónlistina við hana. Hljómsveitin mun í þetta eina skipti flytja tónlistina við myndina opinberlega og hefst viðburðurinn klukkan 21 í Gamla bíói. Forsaga þess að myndin var gerð er sú að leikstjórinn, hin bandaríska Ani Simon-Kennedy, sá Hjaltalín spila á tónleikum í Prag í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Hún heillaðist svo af leik sveitarinnar að hún einsetti sér að búa til mynd þar sem tónlist Hjaltalín gæti fengið að njóta sín. Niðurstaðan varð Days of Gray. Myndin segir frá vináttusambandi pilts og stúlku sem yfirvinna ótta sinn hvort gagnvart öðru og öðlast skynbragð á fegurðina. Nánari upplýsingar má finna síðunni Daysofgray.com. Miðasala hefst í dag á RIFF.is og í Tjarnarbíói. Mest lesið Scary Movie-stjarna látin Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Íslensk-bandaríska kvikmyndin Days of Gray verður frumsýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, þann 4. október næstkomandi. Saga Film framleiddi myndina, sem var tekin upp hér á landi. Hún er þögul og var það Hjaltalín sem samdi tónlistina við hana. Hljómsveitin mun í þetta eina skipti flytja tónlistina við myndina opinberlega og hefst viðburðurinn klukkan 21 í Gamla bíói. Forsaga þess að myndin var gerð er sú að leikstjórinn, hin bandaríska Ani Simon-Kennedy, sá Hjaltalín spila á tónleikum í Prag í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Hún heillaðist svo af leik sveitarinnar að hún einsetti sér að búa til mynd þar sem tónlist Hjaltalín gæti fengið að njóta sín. Niðurstaðan varð Days of Gray. Myndin segir frá vináttusambandi pilts og stúlku sem yfirvinna ótta sinn hvort gagnvart öðru og öðlast skynbragð á fegurðina. Nánari upplýsingar má finna síðunni Daysofgray.com. Miðasala hefst í dag á RIFF.is og í Tjarnarbíói.
Mest lesið Scary Movie-stjarna látin Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Lífið Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira