Efna til fyrsta samflotsins í september Sara McMahon skrifar 27. ágúst 2013 09:00 skipuleggja samflot Systurnar hjá Systrasamlaginu eru á meðal þeirra er standa að samfloti í Sundlaug Seltjarnarness. Fréttablaðið/Stefán „Við ætlum að efna til fyrsta samflotsins þann 2. september. Við fáum þá hluta laugarinnar til að fljóta og njóta,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá Systrasamlaginu. Verslunin, sem Guðrún rekur ásamt Jóhönnu systur sinni, hefur tekið höndum saman við vöruhönnuðinn Unni Valdísi Kristjánsdóttur og Sundlaug Seltjarnarness og skipulagt sérstök flotkvöld sem munu fara fram í lauginni í vetur. „Framkvæmdastjóri laugarinnar stakk svo upp á því að fá Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness til liðs við okkur síðar í vetur, mér fannst það stórkostleg hugmynd. Það er líklega fátt yndislegra en að fljóta um og horfa upp í stjörnubjartan himinn.“ Að sögn Guðrúnar er notast við flothettu og fótaflot sem eru hönnuð á þann hátt að fólk flýtur en líkaminn er þó ávallt undir vatni. Laugin rúmar um fimmtán manns í fyrstu flotstundinni en rými er til að taka við fleirum sé aðsókn mikil. „Til að byrja með höfum við pláss fyrir um fimmtán manns, en við ættum að geta stækkað við okkur eftir þörfum. Ég vona að þetta verði til þess að innleiða nýja og skemmtilega siði í baðmenningu þjóðarinnar,“ segir Guðrún að lokum. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við ætlum að efna til fyrsta samflotsins þann 2. september. Við fáum þá hluta laugarinnar til að fljóta og njóta,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir hjá Systrasamlaginu. Verslunin, sem Guðrún rekur ásamt Jóhönnu systur sinni, hefur tekið höndum saman við vöruhönnuðinn Unni Valdísi Kristjánsdóttur og Sundlaug Seltjarnarness og skipulagt sérstök flotkvöld sem munu fara fram í lauginni í vetur. „Framkvæmdastjóri laugarinnar stakk svo upp á því að fá Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness til liðs við okkur síðar í vetur, mér fannst það stórkostleg hugmynd. Það er líklega fátt yndislegra en að fljóta um og horfa upp í stjörnubjartan himinn.“ Að sögn Guðrúnar er notast við flothettu og fótaflot sem eru hönnuð á þann hátt að fólk flýtur en líkaminn er þó ávallt undir vatni. Laugin rúmar um fimmtán manns í fyrstu flotstundinni en rými er til að taka við fleirum sé aðsókn mikil. „Til að byrja með höfum við pláss fyrir um fimmtán manns, en við ættum að geta stækkað við okkur eftir þörfum. Ég vona að þetta verði til þess að innleiða nýja og skemmtilega siði í baðmenningu þjóðarinnar,“ segir Guðrún að lokum.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira