Lífið

Fiskidagurinn aldrei verið betri

Jóhannes Stefánsson skrifar
Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson stigu á svið á Dalvík.
Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson stigu á svið á Dalvík. Mynd/Helgi Steinar Halldórsson
„Þetta hefur aldrei gengið jafn vel. Allir sem koma að þessu eru sammála um það,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, sem var haldinn á Dalvík um seinustu helgi.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Vegagerðinni sóttu um 26 þúsund manns hátíðina.

Júlíus segir þetta í samræmi við mælingar sem skipuleggjendur gerðu sjálfir.

Júlíus Júlíusson
„Við erum að bíða eftir að fá loftmynd af hátíðinni sem við notum til að telja gesti. Síðan teljum við tjöld, bíla, undirskriftir í gestabækur, diska og glös og okkar talningum og þeirra ber saman.“

Júlíus segir hegðan og viðmót hátíðargesta hafa verið til fyrirmyndar. „Það voru allir svo slakir alla helgina.“

Þá lék veðrið við hátíðargesti að sögn Júlíusar, þvert á veðurspár. „Það hefur gerst núna fimm sinnum að veðurspáin er slæm fyrir helgina. Það hefur aldrei ræst og veðrið alltaf verið gott,“ segir Júlíus Júlíusson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×