Hrífst af fegurðinni í óhugnaði og myrkri Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 12:00 Þórður Grímsson sýnir í Artímu galleríi til 4. ágúst. Fréttablaðið/Arnþór Ég hef verið að rannsaka geómetrísk tákn út frá hinni heilögu geómetríu og gullinsniði, sem sagt þeim táknum og mælieiningum sem binda heiminn saman,“ segir Þórður Grímsson myndlistarmaður sem í gærkvöldi opnaði sýninguna Skyndreymi og táknvilla í Artímu galleríi undir listamannsnafninu Svartval. „Mér finnst einhver fagurfræði í þessum táknum og formúlum þannig að ég tek þau inn og bý til minn eigin heim sem vonandi segir áhorfendunum eitthvað um þessa rannsókn.“ Inn í þennan heim Þórðar spila kenningar Jungs og Freuds en hann segir það beintengt þeim rannsóknum sem hann hefur stundað. „Það er þessi sameiginlega undirmeðvitund, það að við skynjum öll tákn á svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu óhugnaðurinn í listum og hverjar eru forsendur heimsins sem maður býður fólki inn í í verkunum.“ Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009 og hefur síðan haldið eina einkasýningu á ári auk þess að taka þátt í samsýningum. Eru viðfangsefni hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið að vinna í þessum heimi. Ekki alltaf í sama miðlinum samt, hef unnið í hina og þessa miðla. Á þessari sýningu er mikið prentverk og teikningar, en áður hef ég stundum verið í blekmálun, vídeói og bara þeim miðli sem hentar efniviðnum best hverju sinni.“ Þórður segir áhugann á þessum heimi hafa kviknað þegar hann vann að BA-ritgerð sinni sem fjallaði um óhugnað í listum. „Hvað það er sem vekur óhug og fegurð á sama tíma og hvaða fegurð leynist í myrkrinu. Það er það sem hrífur mig.“ Nafn sýningarinnar er nokkuð sérstakt, hvað liggur þar að baki? „Þetta er svona orðarugl úr orðunum skynvilla og tákndreymi. Mann dreymir tákn og ég vildi snúa þessu við og búa til einhver ekki-orð.“ Þetta listamannsnafn, Svartval, hvaða merkingu hefur það? „Þetta er bara nafn sem ég hef notað lengi og hefur vísun í Stórval þar sem hann var naívískur málari. Sjálfur er ég naívískur hugarlandslagsmálari.“ Sýningin í Artímu stendur til 4. ágúst og sýningarstjórar eru Heiða Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson. Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ég hef verið að rannsaka geómetrísk tákn út frá hinni heilögu geómetríu og gullinsniði, sem sagt þeim táknum og mælieiningum sem binda heiminn saman,“ segir Þórður Grímsson myndlistarmaður sem í gærkvöldi opnaði sýninguna Skyndreymi og táknvilla í Artímu galleríi undir listamannsnafninu Svartval. „Mér finnst einhver fagurfræði í þessum táknum og formúlum þannig að ég tek þau inn og bý til minn eigin heim sem vonandi segir áhorfendunum eitthvað um þessa rannsókn.“ Inn í þennan heim Þórðar spila kenningar Jungs og Freuds en hann segir það beintengt þeim rannsóknum sem hann hefur stundað. „Það er þessi sameiginlega undirmeðvitund, það að við skynjum öll tákn á svipaðan hátt, og svo að sjálfsögðu óhugnaðurinn í listum og hverjar eru forsendur heimsins sem maður býður fólki inn í í verkunum.“ Þórður útskrifaðist úr LHÍ 2009 og hefur síðan haldið eina einkasýningu á ári auk þess að taka þátt í samsýningum. Eru viðfangsefni hans alltaf þau sömu? „Já, ég hef eiginlega alltaf verið að vinna í þessum heimi. Ekki alltaf í sama miðlinum samt, hef unnið í hina og þessa miðla. Á þessari sýningu er mikið prentverk og teikningar, en áður hef ég stundum verið í blekmálun, vídeói og bara þeim miðli sem hentar efniviðnum best hverju sinni.“ Þórður segir áhugann á þessum heimi hafa kviknað þegar hann vann að BA-ritgerð sinni sem fjallaði um óhugnað í listum. „Hvað það er sem vekur óhug og fegurð á sama tíma og hvaða fegurð leynist í myrkrinu. Það er það sem hrífur mig.“ Nafn sýningarinnar er nokkuð sérstakt, hvað liggur þar að baki? „Þetta er svona orðarugl úr orðunum skynvilla og tákndreymi. Mann dreymir tákn og ég vildi snúa þessu við og búa til einhver ekki-orð.“ Þetta listamannsnafn, Svartval, hvaða merkingu hefur það? „Þetta er bara nafn sem ég hef notað lengi og hefur vísun í Stórval þar sem hann var naívískur málari. Sjálfur er ég naívískur hugarlandslagsmálari.“ Sýningin í Artímu stendur til 4. ágúst og sýningarstjórar eru Heiða Jónsdóttir og Anna Margrét Björnsson.
Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira