Gera tilraunir með tvo ólíka hljóðheima Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júlí 2013 11:00 Frumflutningur á Íslandi Gunnar þreytir frumraun sína í flutningi á eigin verki hérlendis í Hörpu í kvöld. Auk hans koma fram fimm önnur ung tónskáld með eigin verk.Fréttablaðið/Vilhelm Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og rafhljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleikunum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tónskáld, flest nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengjakvintett í einu verkinu og tveir rafmagnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljómsveitum í grasrótinni. Tónsmíðanámið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og rafhljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleikunum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tónskáld, flest nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengjakvintett í einu verkinu og tveir rafmagnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljómsveitum í grasrótinni. Tónsmíðanámið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira