Sönghátíð á Klaustri Marín Manda Magnúsdóttir skrifar 26. júní 2013 12:00 Hátíðin hefst á því að Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi, og Francisco Javier Jáuregui flytja nokkur sönglög. „Hátíðin hefst á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, en við Francisco Javier Jáuregui erum röddin og gítarinn á disknum ,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi sönghátíðarinnar sem fram fer helgina 28.-30. júní á Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá sönghátíðarinnar verður margvísleg og röddin verður hyllt í ýmsum birtingarformum en fram koma ófáir söngvarar með margra ára reynslu. Ber þar einna helst að nefna Gissur Pál Gissurarson, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins. Hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare.Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið Dame la mano eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld kammertónleikanna.Bára Grímsdóttir er staðartónskáld kammertónleikanna að þessu sinni, en hún samdi verkið Dame la mano. Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar óvenjulegt verk eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darkness let me dwell eftir Dowland. Jafnhliða tónleikunum verður 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Hátíðinni lýkur með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir „bel canto“-meistarana Bellini, Rossini og Donizetti. Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Hátíðin hefst á flutningi nokkurra sönglaga sem er að finna á geisladisknum English and Scottish Romantic Songs for Voice and Guitar, en við Francisco Javier Jáuregui erum röddin og gítarinn á disknum ,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi sönghátíðarinnar sem fram fer helgina 28.-30. júní á Kirkjubæjarklaustri. Dagskrá sönghátíðarinnar verður margvísleg og röddin verður hyllt í ýmsum birtingarformum en fram koma ófáir söngvarar með margra ára reynslu. Ber þar einna helst að nefna Gissur Pál Gissurarson, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Söngvari ársins. Hann flytur lútulög endurreisnartónskáldsins John Dowland og samtíðarmanna hans frá tímum Shakespeare.Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið Dame la mano eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld kammertónleikanna.Bára Grímsdóttir er staðartónskáld kammertónleikanna að þessu sinni, en hún samdi verkið Dame la mano. Kvennakórinn Vox feminae frumflytur verkið, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral frá Chile, sem var fyrsti rithöfundurinn frá Suður-Ameríku til að hljóta Nóbelsverðlaunin. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari spilar óvenjulegt verk eftir samtímatónskáldið Thomas Adès, sem hann lýsir sem sprengingu á lútulaginu In darkness let me dwell eftir Dowland. Jafnhliða tónleikunum verður 5-10 ára börnum boðið að taka þátt í skapandi tónlistarsmiðju undir stjórn Elfu Lilju Gísladóttur. Hátíðinni lýkur með flutningi allra listamannanna á ítalskri tónlist eftir „bel canto“-meistarana Bellini, Rossini og Donizetti.
Menning Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira