Hljómsveitin hressa ætlar að spila stíft í allt sumar og þessa dagana er verið að undirbúa tónleikaferð um Skandinavíu. Næstu tónleikar hennar verða á Bar 11 á föstudagskvöld.
Fyrsta plata Ultra Mega Technobandsins Stefán, Circus, kom út 2008. Hljómsveitin spilaði víða um Evrópu í framhaldinu. Platan fékk góða dóma víðast hvar og landaði sveitin kynningarsamningi við samfélagsmiðilinn Myspace.