Alltaf langað að spila á Sónar Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. júní 2013 14:30 Ólafur Arnalds spilar sama dag og Kraftwerk. Fréttablaðið/Anton Hljómsveitin Ólafur Arnalds Trio er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. „Mér var einu sinni boðið að spila á hátíðinni en ég gat það ekki, þannig að ég er sérstaklega spenntur fyrir Sónar og mig hefur alltaf langað til að spila þarna,“ sagði tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur Arnalds spilar með tríóinu sínu á Sónar þetta árið. „Þetta er svona mínímalísk útgáfa af því sem ég geri venjulega. Þá erum við oft tólf í hljómsveitinni en í þetta sinn erum við bara þrjú. Björk Óskarsdóttir verður á fiðlu og Anne Muller á sellói,“ sagði Ólafur jafnframt. „Sónar er mjög spennandi hátíð. Ég er til dæmis að spila sama dag og Kraftwerk, sem er frekar svalt. Og þetta hjálpar allt, þarna er fullt af tónleikahöldurum frá öðrum hátíðum en aðallega er maður þarna náttúrulega að spila fyrir fólkið. Ef það fylgja fleiri og stærri bókanir í framhaldið þá er það bara hið besta mál,“ sagði Ólafur. Sónar Tónlist Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Ólafur Arnalds Trio er ein þeirra fjögurra íslenskra hljómsveita sem koma fram á Sónar í Barcelona um helgina. Sónar er ein virtasta tónlistarhátíð Evrópu sem fer fram á ári hverju. „Mér var einu sinni boðið að spila á hátíðinni en ég gat það ekki, þannig að ég er sérstaklega spenntur fyrir Sónar og mig hefur alltaf langað til að spila þarna,“ sagði tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur Arnalds spilar með tríóinu sínu á Sónar þetta árið. „Þetta er svona mínímalísk útgáfa af því sem ég geri venjulega. Þá erum við oft tólf í hljómsveitinni en í þetta sinn erum við bara þrjú. Björk Óskarsdóttir verður á fiðlu og Anne Muller á sellói,“ sagði Ólafur jafnframt. „Sónar er mjög spennandi hátíð. Ég er til dæmis að spila sama dag og Kraftwerk, sem er frekar svalt. Og þetta hjálpar allt, þarna er fullt af tónleikahöldurum frá öðrum hátíðum en aðallega er maður þarna náttúrulega að spila fyrir fólkið. Ef það fylgja fleiri og stærri bókanir í framhaldið þá er það bara hið besta mál,“ sagði Ólafur.
Sónar Tónlist Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira