Hilmir Snær leikstýrir Monty Python-söngleik Kristjana Arnarsdóttir skrifar 5. júní 2013 10:00 Hilmir Snær Guðnason heldur mikið upp á Monty Python-hópinn. Fréttablaðið/Vilhelm „Það verður landslið grínista sem tekur þátt,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari. Hann sest í leikstjórastólinn í lok árs þegar hann setur á svið söngleikinn Spamalot í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn byggir á kvikmyndinni „Monty Python and the Holy Grail“ frá árinu 1975 og hefur verið settur upp víða frá 2004. „Monty Python er svona grúppa eins og Fóstbræður. Ég var nú í Fóstbræðrum á sínum tíma og söngleikurinn minnir svolítið á það. Þetta er álíka aulalegt grín, svo þetta verður þrælskemmtilegt,“ segir Hilmir, en meðal þeirra sem leika og syngja verða þau Örn Árnason, Selma Björnsdóttir, Eggert Þorleifsson og Jóhann G. Jóhannsson. „Svo fengum við Maríus Sverrisson til að vera með en hann er búinn að slá í gegn sem söngleikjastjarna úti í Þýskalandi. Hann hefur ekki gert mikið hér heima svo þetta er mikill sigur fyrir okkur,“ segir Hilmir. En er leikstjórn söngleikja eitthvað sem koma skal? „Nei þetta verður sennilega fyrsti og síðasti söngleikurinn sem ég leikstýri,“ segir hann og hlær, en hlakkar til að takast á við verkefnið. Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það verður landslið grínista sem tekur þátt,“ segir Hilmir Snær Guðnason leikari. Hann sest í leikstjórastólinn í lok árs þegar hann setur á svið söngleikinn Spamalot í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn byggir á kvikmyndinni „Monty Python and the Holy Grail“ frá árinu 1975 og hefur verið settur upp víða frá 2004. „Monty Python er svona grúppa eins og Fóstbræður. Ég var nú í Fóstbræðrum á sínum tíma og söngleikurinn minnir svolítið á það. Þetta er álíka aulalegt grín, svo þetta verður þrælskemmtilegt,“ segir Hilmir, en meðal þeirra sem leika og syngja verða þau Örn Árnason, Selma Björnsdóttir, Eggert Þorleifsson og Jóhann G. Jóhannsson. „Svo fengum við Maríus Sverrisson til að vera með en hann er búinn að slá í gegn sem söngleikjastjarna úti í Þýskalandi. Hann hefur ekki gert mikið hér heima svo þetta er mikill sigur fyrir okkur,“ segir Hilmir. En er leikstjórn söngleikja eitthvað sem koma skal? „Nei þetta verður sennilega fyrsti og síðasti söngleikurinn sem ég leikstýri,“ segir hann og hlær, en hlakkar til að takast á við verkefnið.
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira