Skipuleggja hátíð á Stöðvarfirði Sara McMahon skrifar 8. maí 2013 07:00 Viktor Pétur, Marteinn Sindri, Katrín Helena og Gígja Sara skipuleggja tónlistarhátíðina Pólar sem haldin verður á Stöðvarfirði í sumar. Fréttablaðið/Valli „Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kærasta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upphaf ástarævintýris síns og Stöðvarfjarðar. Hann skipuleggur tónlistar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíðina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmtilegt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook. Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kærasta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upphaf ástarævintýris síns og Stöðvarfjarðar. Hann skipuleggur tónlistar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíðina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmtilegt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook.
Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira