Þekkir söguna betur núna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 25. apríl 2013 08:00 Rán situr hér á leiksviðinu og með henni eru þau Áslaug, Grettir og Patrekur Thor, en þau eru hópurinn sem leikur systkinin Jane og Michael í Mary Poppins. Fréttablaðið/Stefán „Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Fyrst þegar ég sá handritið hélt ég að ég myndi aldrei ná að læra allan þennan texta. Það kom mér á óvart hvað það tók mig skamman tíma að læra allan textann því ,“ segir leikkonan Rán Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Jane í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins. Rán er 14 ára og elst í hópi þeirra sem fara með hlutverk systkinanna Jane og Michael. Áslaug Lárusdóttir leikur Jane til móts við Rán og með hlutverk Michael fara Grettir Valsson og Patrekur Thor Herbertsson. „Við erum öll góðir vinir en ég þekkti bæði Áslaugu og Gretti því við lékum saman í Galdrakarlinum í Oz,“ segir Rán, en það verk var frumraun hennar í Borgarleikhúsinu og fór hún þar með nokkur minni hlutverk. Rán segist ekki hafa verið vongóð um að vera valin í hlutverkið eftir fyrstu prufuna. „Ég hélt að ég hefði algjörlega klúðrað söngprufunni svo það kom mér mikið á óvart þegar ég var boðuð í seinni prufuna,“ rifjar hún upp en hún þekkti söguna um göldróttu barnfóstruna ekki mikið áður en hún fékk hlutverkið. „Það er óhætt að segja að ég þekki hana töluvert betur núna,“ segir hún og hlær. Spurð hvert uppáhaldslagið hennar í sýningunni sé nefnir hún lagið Allt er hægt og uppáhaldsatriðin sín segir hún vera Matskeið af sykri og atriðið þegar leikföngin lifna við. Þegar hún á að velja uppáhaldsmótleikarann flækjast málin þó. „Þau eru öll svo frábær. Gói er samt brjálæðislega fyndinn og hann er sá sem kemur manni oftast til að hlæja.“ Rán er að ljúka 8. bekk í Langholtsskóla en segist ekki hafa upplifað öfund frá skólafélögunum. „Kannski helst því að á meðan á æfingarferlinu stóð fór ég oft úr skólanum í hádeginu. Á móti kom að ég þurfti bara að læra enn meira heima,“ segir hún og hlær.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira