Sjáendur óttast slys vegna reiðra dverga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Formaður Hraunavina segir margvísleg verðmæti glatast verði af lagningu nýs Álftanesvegar. Meðal annars muni kletturinn Ófeigskirkja hverfa og það vekja reiði í hulduheimum. Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hraunavinir hyggjast kæra fyrirhugaða lagningu nýs Álftanesvegar sem liggja á frá Engidal í Garðabæ, yfir Gálgahraun og að hringtorgi á móts við Bessastaði. Ganga á frá verksamningi vegna nýja vegarins síðar í þessum mánuði. Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, tekur fram að áhyggjur félagsmanna séu bundnar við þann spotta vegarins sem mun liggja yfir Gálgahraun. „Við gerum engar athugasemdir við þennan veg annars staðar, síður en svo,“ segir hann. Að sögn Reynis tókst Hraunavinum fyrir nokkrum árum að bjarga klettum í hrauninu þar sem Kjarval málaði mörg sín frægustu verk. „Þá fengum við áheyrn hjá bæjaryfirvöldum og menn hrukku við. Þessar íbúðarlóðir sem þar áttu að vera hurfu þegjandi og hljóðalaust,“ segir hann. Reynir nefnir ýmsar fornminjar og fornar gönguleiðir sem muni glatast. Sérstaklega tiltekur hann álagaklettinn Ófeigskirkju. Þangað fóru nokkrir félagar úr Hraunavinum á miðvikudag, ásamt Erlu Stefánsdóttur píanóleikara, öðrum tveggja sjáenda sem lagst hafa sveif með Hraunavinum á síðustu dögum. Fréttablaðið náði ekki tali af Erlu en Reynir segir henni líða mjög illa vegna yfirvofandi vegaframkvæmda. „Erla óttast að þarna verði slys. Hún segir að í hulduheimunum í hrauninu, sem hún sér en við sjáum ekki, séu sumir mjög reiðir, sérstaklega dvergarnir,“ segir Reynir. Við þetta tækifæri gerði Erla blýantsteikningu af Ófeigskirkju eins og hún sér hana. Reynir bætir við að annar sjáandi, Ragnhildur Jónsdóttir, hafi skoðað aðstæður í gærmorgun. „Hún segir að það hafi komið ákall úr hrauninu.“ Aðspurður hvort taka beri mark á vitnisburði sjáandanna bendir Reynir á að kannanir sýni að meirihluti Íslendinga trúi því að það geti búið líf í landslaginu. Til séu ótal sögur af því að Vegagerðin – það veraldlega fyrirtæki – hafi hopað fyrir álagatrúnni. „Þú þarft ekki annað en að sjá framan í hana Erlu Stefánsdóttur til að verða sannfærður um að þessi kona sér í gegnum stokka og steina,“ segir Reynir Ingibjartsson.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira