Kláraði Candy Crush krossbandsslitinn Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. apríl 2013 09:45 „Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera," segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll borðin en þau eru hátt í þrjúhundruð. Leikurinn hefur tröllriðið heimsbyggðinni að undanförnu og skipar efsta sætið á ófáum listum yfir vinsælustu leiki netheima. Hann er vinsælasta appið á Facebook og virðist sem fólk á öllum aldri sé orðið háð honum. „Ég byrjaði að spila þetta í janúar og vil nú kenna Guðjóni Val Sigurðssyni um það. Guðjón vill meina að stelpurnar hans hafi sett leikinn inn í símann hans og hann óvart byrjað að spila í kjölfarið. Ég veit nú ekki hvort ég trúi því. Hann festist samt alveg, svo ég varð að sjá hvað væri svona merkilegt við þetta. Þetta er nett óþolandi leikur, en samt skemmtilegur," bætir Vignir við. Candy Crush heldur upp á eins árs afmæli sitt 11. apríl. „Þetta er rosalega flókinn leikur. Það er ekki hægt að útskýra hann. Maður bara að upplifa hann. Það klárar hann ekki hver sem er," segir Vignir og hlær. „Nei, þetta er í raun sáraeinfalt. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hálfgerð blanda af Tetris og Bejeweled," bætir hann við, en Candy Crush Saga gengur út á að safna þremur eins sælgætismolum í röð og sprengja þá. Vignir hefur að eigin sögn aldrei verið forfallinn tölvuleikjaspilari þótt hann hafi spilað þá nokkra í gegnum tíðina og til að mynda orðið dyggur aðdáandi Super Mario Bros á sínum tíma. Spurður um heilræði hefur hann eitt ráð á reiðum höndum. „Ef fólk ætlar að ná árangri í Candy Crush mæli ég með að það slíti krossband," segir hann og hlær. Sjálfur lenti hann í því að slíta krossband í febrúar og segist í kjölfarið loksins hafa haft tíma til að sinna leiknum betur. „Það er góð tilfinning að hafa náð að vinna eitthvað þessa dagana," segir landsliðskappinn jákvæður. Vinsælasti leikur heimÞað er mikið lagt upp úr útlitinu á Candy Crush og litirnir til dæmis sterkir og fallegir.Það er erfitt að festa reiður á hvað það er sem gerir Candy Crush svo vinsælan. Sterkir og fallegir litirnir eru taldir eiga þar hlut að máli, grípandi tónlistin spilli ekki fyrir, né þá hrósið sem spilarinn hlýtur fyrir flestar góðar hreyfingar. Það eru heldur engin tímamörk í leiknum og spilaranum því gefið gott svigrúm til að hugsa áætlun sína til enda í þeirri von að hann nái sem bestum árangri. Leikurinn lítur út fyrir að vera frekar auðveldur í byrjun og ekki bjóða upp á mikla áskorun, en hann breytist þó eftir að tíunda borðinu er náð. Eftir það er ekki óalgengt að spilarar séu fastir í sama borðinu svo dögum, og jafnvel vikum, skiptir. Þegar spilari hefur klárað öll sín aukalíf þarf hann svo að treysta á Facebook-vini sína til að koma sér aftur inn í leikinn með því að bjóða sér aukalíf. Það má því ætla að Candy Crush hafi styrkt mörg vináttusamböndin í gegnum tíðina og jafnvel skaðað nokkur. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera," segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll borðin en þau eru hátt í þrjúhundruð. Leikurinn hefur tröllriðið heimsbyggðinni að undanförnu og skipar efsta sætið á ófáum listum yfir vinsælustu leiki netheima. Hann er vinsælasta appið á Facebook og virðist sem fólk á öllum aldri sé orðið háð honum. „Ég byrjaði að spila þetta í janúar og vil nú kenna Guðjóni Val Sigurðssyni um það. Guðjón vill meina að stelpurnar hans hafi sett leikinn inn í símann hans og hann óvart byrjað að spila í kjölfarið. Ég veit nú ekki hvort ég trúi því. Hann festist samt alveg, svo ég varð að sjá hvað væri svona merkilegt við þetta. Þetta er nett óþolandi leikur, en samt skemmtilegur," bætir Vignir við. Candy Crush heldur upp á eins árs afmæli sitt 11. apríl. „Þetta er rosalega flókinn leikur. Það er ekki hægt að útskýra hann. Maður bara að upplifa hann. Það klárar hann ekki hver sem er," segir Vignir og hlær. „Nei, þetta er í raun sáraeinfalt. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hálfgerð blanda af Tetris og Bejeweled," bætir hann við, en Candy Crush Saga gengur út á að safna þremur eins sælgætismolum í röð og sprengja þá. Vignir hefur að eigin sögn aldrei verið forfallinn tölvuleikjaspilari þótt hann hafi spilað þá nokkra í gegnum tíðina og til að mynda orðið dyggur aðdáandi Super Mario Bros á sínum tíma. Spurður um heilræði hefur hann eitt ráð á reiðum höndum. „Ef fólk ætlar að ná árangri í Candy Crush mæli ég með að það slíti krossband," segir hann og hlær. Sjálfur lenti hann í því að slíta krossband í febrúar og segist í kjölfarið loksins hafa haft tíma til að sinna leiknum betur. „Það er góð tilfinning að hafa náð að vinna eitthvað þessa dagana," segir landsliðskappinn jákvæður. Vinsælasti leikur heimÞað er mikið lagt upp úr útlitinu á Candy Crush og litirnir til dæmis sterkir og fallegir.Það er erfitt að festa reiður á hvað það er sem gerir Candy Crush svo vinsælan. Sterkir og fallegir litirnir eru taldir eiga þar hlut að máli, grípandi tónlistin spilli ekki fyrir, né þá hrósið sem spilarinn hlýtur fyrir flestar góðar hreyfingar. Það eru heldur engin tímamörk í leiknum og spilaranum því gefið gott svigrúm til að hugsa áætlun sína til enda í þeirri von að hann nái sem bestum árangri. Leikurinn lítur út fyrir að vera frekar auðveldur í byrjun og ekki bjóða upp á mikla áskorun, en hann breytist þó eftir að tíunda borðinu er náð. Eftir það er ekki óalgengt að spilarar séu fastir í sama borðinu svo dögum, og jafnvel vikum, skiptir. Þegar spilari hefur klárað öll sín aukalíf þarf hann svo að treysta á Facebook-vini sína til að koma sér aftur inn í leikinn með því að bjóða sér aukalíf. Það má því ætla að Candy Crush hafi styrkt mörg vináttusamböndin í gegnum tíðina og jafnvel skaðað nokkur.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira