Kláraði Candy Crush krossbandsslitinn Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. apríl 2013 09:45 „Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera," segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll borðin en þau eru hátt í þrjúhundruð. Leikurinn hefur tröllriðið heimsbyggðinni að undanförnu og skipar efsta sætið á ófáum listum yfir vinsælustu leiki netheima. Hann er vinsælasta appið á Facebook og virðist sem fólk á öllum aldri sé orðið háð honum. „Ég byrjaði að spila þetta í janúar og vil nú kenna Guðjóni Val Sigurðssyni um það. Guðjón vill meina að stelpurnar hans hafi sett leikinn inn í símann hans og hann óvart byrjað að spila í kjölfarið. Ég veit nú ekki hvort ég trúi því. Hann festist samt alveg, svo ég varð að sjá hvað væri svona merkilegt við þetta. Þetta er nett óþolandi leikur, en samt skemmtilegur," bætir Vignir við. Candy Crush heldur upp á eins árs afmæli sitt 11. apríl. „Þetta er rosalega flókinn leikur. Það er ekki hægt að útskýra hann. Maður bara að upplifa hann. Það klárar hann ekki hver sem er," segir Vignir og hlær. „Nei, þetta er í raun sáraeinfalt. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hálfgerð blanda af Tetris og Bejeweled," bætir hann við, en Candy Crush Saga gengur út á að safna þremur eins sælgætismolum í röð og sprengja þá. Vignir hefur að eigin sögn aldrei verið forfallinn tölvuleikjaspilari þótt hann hafi spilað þá nokkra í gegnum tíðina og til að mynda orðið dyggur aðdáandi Super Mario Bros á sínum tíma. Spurður um heilræði hefur hann eitt ráð á reiðum höndum. „Ef fólk ætlar að ná árangri í Candy Crush mæli ég með að það slíti krossband," segir hann og hlær. Sjálfur lenti hann í því að slíta krossband í febrúar og segist í kjölfarið loksins hafa haft tíma til að sinna leiknum betur. „Það er góð tilfinning að hafa náð að vinna eitthvað þessa dagana," segir landsliðskappinn jákvæður. Vinsælasti leikur heimÞað er mikið lagt upp úr útlitinu á Candy Crush og litirnir til dæmis sterkir og fallegir.Það er erfitt að festa reiður á hvað það er sem gerir Candy Crush svo vinsælan. Sterkir og fallegir litirnir eru taldir eiga þar hlut að máli, grípandi tónlistin spilli ekki fyrir, né þá hrósið sem spilarinn hlýtur fyrir flestar góðar hreyfingar. Það eru heldur engin tímamörk í leiknum og spilaranum því gefið gott svigrúm til að hugsa áætlun sína til enda í þeirri von að hann nái sem bestum árangri. Leikurinn lítur út fyrir að vera frekar auðveldur í byrjun og ekki bjóða upp á mikla áskorun, en hann breytist þó eftir að tíunda borðinu er náð. Eftir það er ekki óalgengt að spilarar séu fastir í sama borðinu svo dögum, og jafnvel vikum, skiptir. Þegar spilari hefur klárað öll sín aukalíf þarf hann svo að treysta á Facebook-vini sína til að koma sér aftur inn í leikinn með því að bjóða sér aukalíf. Það má því ætla að Candy Crush hafi styrkt mörg vináttusamböndin í gegnum tíðina og jafnvel skaðað nokkur. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera," segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll borðin en þau eru hátt í þrjúhundruð. Leikurinn hefur tröllriðið heimsbyggðinni að undanförnu og skipar efsta sætið á ófáum listum yfir vinsælustu leiki netheima. Hann er vinsælasta appið á Facebook og virðist sem fólk á öllum aldri sé orðið háð honum. „Ég byrjaði að spila þetta í janúar og vil nú kenna Guðjóni Val Sigurðssyni um það. Guðjón vill meina að stelpurnar hans hafi sett leikinn inn í símann hans og hann óvart byrjað að spila í kjölfarið. Ég veit nú ekki hvort ég trúi því. Hann festist samt alveg, svo ég varð að sjá hvað væri svona merkilegt við þetta. Þetta er nett óþolandi leikur, en samt skemmtilegur," bætir Vignir við. Candy Crush heldur upp á eins árs afmæli sitt 11. apríl. „Þetta er rosalega flókinn leikur. Það er ekki hægt að útskýra hann. Maður bara að upplifa hann. Það klárar hann ekki hver sem er," segir Vignir og hlær. „Nei, þetta er í raun sáraeinfalt. Ætli það megi ekki segja að þetta sé hálfgerð blanda af Tetris og Bejeweled," bætir hann við, en Candy Crush Saga gengur út á að safna þremur eins sælgætismolum í röð og sprengja þá. Vignir hefur að eigin sögn aldrei verið forfallinn tölvuleikjaspilari þótt hann hafi spilað þá nokkra í gegnum tíðina og til að mynda orðið dyggur aðdáandi Super Mario Bros á sínum tíma. Spurður um heilræði hefur hann eitt ráð á reiðum höndum. „Ef fólk ætlar að ná árangri í Candy Crush mæli ég með að það slíti krossband," segir hann og hlær. Sjálfur lenti hann í því að slíta krossband í febrúar og segist í kjölfarið loksins hafa haft tíma til að sinna leiknum betur. „Það er góð tilfinning að hafa náð að vinna eitthvað þessa dagana," segir landsliðskappinn jákvæður. Vinsælasti leikur heimÞað er mikið lagt upp úr útlitinu á Candy Crush og litirnir til dæmis sterkir og fallegir.Það er erfitt að festa reiður á hvað það er sem gerir Candy Crush svo vinsælan. Sterkir og fallegir litirnir eru taldir eiga þar hlut að máli, grípandi tónlistin spilli ekki fyrir, né þá hrósið sem spilarinn hlýtur fyrir flestar góðar hreyfingar. Það eru heldur engin tímamörk í leiknum og spilaranum því gefið gott svigrúm til að hugsa áætlun sína til enda í þeirri von að hann nái sem bestum árangri. Leikurinn lítur út fyrir að vera frekar auðveldur í byrjun og ekki bjóða upp á mikla áskorun, en hann breytist þó eftir að tíunda borðinu er náð. Eftir það er ekki óalgengt að spilarar séu fastir í sama borðinu svo dögum, og jafnvel vikum, skiptir. Þegar spilari hefur klárað öll sín aukalíf þarf hann svo að treysta á Facebook-vini sína til að koma sér aftur inn í leikinn með því að bjóða sér aukalíf. Það má því ætla að Candy Crush hafi styrkt mörg vináttusamböndin í gegnum tíðina og jafnvel skaðað nokkur.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira